Leita í fréttum mbl.is

Dr. Jón Jekyll og Mr. Grétar Hyde

Bekkjarformaður Frjálslynda flokksins fer allsérstaka leið í að aga óbreytta liðsmenn þingflokksins sem hafa gerst sekir um þau agabrot sem honum eru á móti skapi sem er að gefa til kynna að rétt geti verið að sækja um Evrópusambandsaðild. Bæði Grétar Mar og Jón Magg. hafa gefið það til kynna og segir formaður þingflokksins í blaðagrein í Morgunblaðinu þann 20. mars að í því felist mikil pólitísk tvöfeldni og líkir þeim óbeint við dr. Jekyll og Mr. Hyde. Dr. Jekyll var grandvar og góður læknir sem fiktaði við lyf og breyttist af því í illmennið Mr. Hyde.

Ég er efasemdamaður um tilgang þess að  Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Ég set engu að síður spurningarmerki við það þegar formaður þingflokksins tilkynnir alþjóð hver hin eina sanna lína flokksins er og sakar í leiðinni þá flokksmenn sem ekki fara eftir línunni um pólitíska tvöfeldni og eitthvað þaðan af verra. Stefna lýðræðislegra flokka hverju sinni hlýtur að endurspegla vilja almennra flokksmanna.


Bloggfærslur 22. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband