Leita í fréttum mbl.is

Ritskoðunarárátta múslima

Það er að mínu viti mjög misráðið hjá múslimum á Íslandi að vera að fetta fingur út í sakleysislegar myndbirtingar. Með því eru þeir óneitanlega að samsama sig eða kannski öllu heldur búa til tengingu við þau öfgafullu viðbrögð sem urðu gegn dönsku myndunum þar sem teiknurum var hótað lífláti. Sannarlega var lagt á ráðin um að myrða þá.

Þeim væri miklu nær að reyna að aðlaga sig ríkjandi viðhorfum í vestrænum samfélögum þar sem dár er dregið að öllu og öllum - guði, öryrkjum og Frjálslynda flokknum.

Þó eru alltaf til einstaka stjórnmálamenn sem sleikja upp svona vitleysisviðhorf. Ekki kom á óvart að Kolbrún Halldórsdóttir bæri í bætifláka fyrir múslima vegna viðbragða talsmanna þeirra á Íslandi þar sem hún hefur ekki alls fyrir löngu sýnt af sér fádæmasleikjugang gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þar klæddi hún sig upp að hætti þarlendra kvenna þegar hún var í heimsókn á vegum Alþingis en stjórnvöld þar í landi eru þekkt fyrir flest annað en að virða réttindi kvenna og önnur mannréttindi.


Bloggfærslur 20. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband