Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra segir hrun krónunnar kærkomið

Það er margt skrýtið í kýrhausnum og sömuleiðis í kvörnum snillinganna á stjórnarheimilinu.

Á bloggsíðu Einars Kristins sjávarútvegsráðherra kemur fram að hann ræður sér vart fyrir kæti yfir hruni krónunnar og segir fallið bæði kærkomið og löngu tímabært. Eins og honum er svo gjarnt fer hann einn eða tvo hálfhringi í málflutningi sínum og segir að hrunið feli að vísu í sér einhverjar ógnir.

Ég teldi að Einar ætti að reyna að stilla sig í fögnuði yfir hruninu sem kemur örugglega mjög við buddu íslenskra heimila. Miklu nærtækara væri að snúa sér að því að fara að áliti mannréttindanefndar SÞ og rétta hlut þeirra sem hefur verið brotið á og tvöfalda í leiðinni þorskveiðar. Nú gengur sjómennskan helst út á það að forðast þorsk í stað þess að veiða hann. Það er auðvitað geggjun eins og áður hefur komið fram en ef til vill í fullu samræmi við yfirlýsingar ráðherra um efnahagsmál. 


mbl.is Krónan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband