Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn boðar frekari skattahækkanir á einstaklinga

Hið opinbera hefur á síðustu árum ráðstafað æ stærri hlut af þjóðarkökunni. Á árinu 1995 var skattbyrðin 32% en hefur farið hratt upp á við í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, er komin vel yfir 40% og áreiðanlega farin að nálgast 45% af landsframleiðslu.

Ekki er að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi slakað á eyðsluklónni þó að hann hafi skipt um meðreiðarsvein í ríkisstjórninni. Fjárlög fyrir árið 2008 hækkuðu um 18% frá fyrra ári. Miklu frekar hefur því verið gefið í en dregið úr eyðslunni.

Birgir Ármannsson   

Í 24 stundum í dag er grein eftir Birgi Ármannsson þar sem hann boðar sérstaka skattalækkun á fyrirtæki þannig að það er ekki hægt að ráða annað af orðum hans og eyðslu stjórnvalda en að fara eigi dýpra í vasa einstaklinganna til að standa undir síaukinni eyðslu Sjálfstæðisflokksins.


Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband