Leita í fréttum mbl.is

Tepruskapur í kringum embætti forseta Íslands

Það kemur nokkuð á óvart að allt útlit er fyrir að ekki verði neitt raunverulegt mótframboð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Það er engu líkara en að þeir sem fjalla um stjórnmál í samfélaginu geri einfaldlega ekki ráð fyrir að um mótframboð geti orðið að ræða. Þetta kemur á óvart vegna þess að störf hans urðu fyrir harðri og óvæginni gagnrýni hjá vissum öflum í samfélaginu þar sem forsetinn var gagnrýndur á persónulegum nótum fyrir það að hann vísaði fjölmiðlalögunum árið 2004 í atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni.

Ekki alls fyrir löngu átti ég leið um Alþingishúsið og var boðið þar í mat þar sem eitt og annað bar á góma. Þá spurði ég einn af metnaðargjörnum forystumönnum íslenskra stjórnmálaflokka hvort hann hygðist ekki láta til sín taka í forsetaframboðinu í vor. Honum varð um og lá við að stæði í honum, honum fannst greinilega fjarstæðukennd spurning að hann sæktist eftir æðsta embætti þjóðarinnar.

Svo heyrir maður útundan sér að fólk veltir fyrir sér kostnaðinum við forsetaskipti. Fólki finnst hagkvæmast að sami maðurinn haldi áfram sem forseti sem lengst vegna þess að það sparar eftirlaunagreiðslur. Þessi umræða gagnvart Ástþóri og kostnaði við framboð hans fyrir samfélagið er stórundarleg þar sem fyrir honum vakir aðeins að nýta sér lýðræðislegar leikreglur sem eru í gildi. Eðlilegra væri að stjórnmálaflokkarnir beittu sér fyrir að breyta reglunum en að beina spjótum sínum að Ástþóri.

Það er að mínu viti orðið tímabært að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni og að fram fari umræða í leiðinni um þetta æðsta embætti þjóðarinnar.


Bloggfærslur 3. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband