Leita í fréttum mbl.is

Mælt fyrir gardínum

Það er merkilegt að fylgjast með mælingum Hafrannsóknastofnunar og síðan hvernig sjávarútvegsráðherra hringsnýst og skoppar í kringum þessar mælingar. Það er engu líkara en að þær séu mjög nákvæmar. Hann virðist meta mælingarnar með svipuðum hætti og húsmóðir sem mælir með tommustokk fyrir gardínum fyrir gluggann hjá sér.

Þeim sem velta nákvæmni þessara loðnumælinga fyrir sér ætti að vera ljóst að það er langt frá því að vera nokkur nákvæmni í þessu. Eflaust má finna eitthvert samhengi á milli fjölda skipa sem eru á sjó við leit að loðnu og þess sem mælist. Sjaldnast er fjallað um þá gríðarlegu óvissu sem hlýtur að vera í þessum mælingum. Í framhaldinu spyr maður sig hvort rétt sé að hlaupa stöðugt eftir þessum niðurstöðutölum sem hljóta að vera mjög óvissar.

Sjaldnast er rætt um líffræðina í forsendunum fyrir ákvarðanatökunni, s.s. hvernig það var fundið út að það ætti að skilja eftir „400.000 tonn“ í hafinu til hrygningar. Það er ýmislegt sem bendir til þess að áhrif veiða séu stórlega ofmetin.

Í mínum huga er fráleitt að mæla loðnu upp á sporð.


mbl.is Mörg skip á loðnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband