Leita í fréttum mbl.is

Áfram gríðarlega háir vextir

Síðustu dagana hafa verið uppi háværar umræður um að nú væri von til þess að Seðlabankinn gæti lækkað vexti, m.a. til að koma húsnæðismarkaðnum af stað á ný en hann hefur staðið pikkfastur síðustu mánuðina.

Seðlabankinn var í mjög þröngri stöðu þar sem háir vextir hafa haldið uppi háu gengi íslensku krónunnar, m.a. með útgáfu svokallaðra jöklabréfa í íslenskum krónum. Útgáfa þeirra nemur hundruðum milljarða króna. Ef þessir aðilar færu út af markaðnum í einni hendingu hefði það alvarlegar afleiðingar til lækkunar á íslensku krónunni. Nú er sú staða uppi að gengi krónunnar hefur hrapað þrátt fyrir háa vexti og er sú hækkun rakin til lækkunar á hlutabréfum og meiri efasemda um efnahagslífið. Það sem spurningarmerki hefur verið sett við er gríðarlegur viðskiptahalli sem stafar ekki af mikilli fjárfestingu í atvinnutækjum heldur að miklum hluta af mikilli neyslu eins og má sjá á dýrum bílaflota sem ekið er um þjóðvegi landsins.

Það hefði mátt búast við því að ef Seðlabankinn hefði farið í mikla lækkun stýrivaxta, m.a. til að koma húsnæðismarkaðnum á flot, hefði það getað haft áhrif til enn frekari lækkunar gengis íslensku krónunnar með tilheyrandi hækkun verðlags á innfluttum vörum.

Það má segja að fáir góðir leikir hafi verið í stöðunni hjá Seðlabankanum þar sem stjórnvöld hafa tekið mjög óábyrgar ákvarðanir og skorið niður þorskafla og minnkað þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar - og í ofanálag þanið út ríkisútgjöld um allt að 20%.   

Það merkilega við umræðuna um efnahagsmál núna snýst ekki um framangreinda hluti, heldur um gjaldmiðilinn sem slíkan, þ.e hvort við við notum krónu eða evru. Ýmsir stjórnmálamenn virðast hafa þá barnalegu trú að allt lagist með því einu að skipta úr krónu í evru. Þó fylgir sjaldnast sögunni að ójafnvægið er slíkt, bæði vegna hárrar verðbólgu og vaxta, að Íslendingar eru langt frá því að geta uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir upptöku evrunnar.

Það er gömul og ný saga að árinni kennir illur ræðari.


mbl.is Krónan styrktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband