Leita í fréttum mbl.is

Svandís á móti því sem hún lagði til í vikunni - ekki í fyrsta sinn

Svandísi Svavarsdóttur virðist vera einkar lagið að snúa við blaðinu og er nú á góðri leið með að toppa sjálfan Össur Skarphéðinsson sem lengi var legið á hálsi fyrir að geta ekki haft sömu skoðun frá morgni til kvölds. 

Í haust sem leið beitti hún sér hart fyrir að upplýsa REI-málið en þegar hún komst í stjórn með Birni Inga var hennar fyrsta verk að senda málið í nefnd þaðan sem engar upplýsingar hafa borist almenningi.

Nú í kvöld birtist Svandís í tíu-fréttum RÚV og mátti helst skilja á henni að hún væri mjög andsnúin kaupum á húseignum og lóðum við Laugaveginn í Reykjavík vegna þess að gjörningurinn væri fordæmisgefandi. Mér þóttu þetta nokkur tíðindi þar sem Svandís samþykkti í borgarráði að kaupa umræddar eignir á mánudaginn var. Ástæðuna fyrir þessum nýjasta viðsnúningi sínum sagði hún þá að verðið væri of hátt. 

Með réttu ætti nú Tjarnarkvartettinn að líta í eigin barm ef hann hefur skyndilega eitthvað við verðlagninguna að athuga. Með aðgerðaleysi sínu og tvístíganda kom Tjarnarkvartettinn málinu í kremju sem losa þurfti um í flýti og hefur örugglega ekki verið til að gera kaupin hagstæðari fyrir Reykvíkinga.


Bloggfærslur 1. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband