Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Lúlli?

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, gekk hart fram í að krefjast rannsóknar á olíusamráðssvikamálum olíufélaganna á sínum tíma og fannst hlutirnir ganga heldur hægt fyrir sig. Hann krafðist þess að menn bæru ábyrgð. Núna þegar Lúðvík er í stjórn liggur honum ekkert á að rannsaka mörghundruðfalt stærra mál, þ.e. ósómann í kringum bankahrunið.

Allir sem bera ábyrgð stimpla sig inn á kostnað almennings, hvort sem það er Birna Einarsdóttir hjá Glitni, ráðuneytisstjórinn Baldur, Árni Mathiesen, Gunnar Páll Pálsson - þið þekkið þessi nöfn og ég þarf ekki að telja fleiri upp. Er ekki Sigurjón Þ. Árnason m.a.s. enn á launum hjá Landsbanka? Engin rannsókn fer fram á hruni bankanna, Stími eða á uppgufun Icesave-peninganna.

Trúverðugleiki Samfylkingarinnar er augljóslega á leið niður í holræsið - ætlar Lúðvík að beina leið ofan í iðuna?


mbl.is Skilur að Bretar efist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband