Leita í fréttum mbl.is

Borgarafundur - hvaða ábyrgð ber verkalýðshreyfingin á ofurlaununum?

Í kvöld verður haldinn borgarafundur sem hefur alla burði til að verða forvitnilegur, forkólfar verkalýðsfélaganna sitja fyrir svörum og væntanlega verður farið yfir ástæður hruns fjármálakerfisins. Hreyfingin skipaði fulltrúa í stjórn lífeyrissjóða sem möndlaði með fé almennings og fjárfesti í félögum sem greiddu ofurlaun, kaupréttarsamninga og starfslokasamninga. Forkólfarnir keyptu líka af sjálfum sér og seldu sjálfum sér og skrúfuðu upp verð á félögunum sem nú eru hrunin. Afleiðingarnar eru gríðarlega alvarlegar fyrir samfélagið eins og öllum hlýtur að vera ljóst.

Það sem mér hefur alltaf þótt sérkennilegast er að fylgjast með tvískinnungnum, þ.e. að forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa hneykslast á ofurlaununum og kaupréttarsamningunum í kvöldfréttatímunum en daginn eftir mæta fulltrúar þeirra galvaskir hjá stjórnum lífeyrisfélaga til að fjárfesta í þessum sömu félögum.

Hver skilur þetta ráðslag?


Bloggfærslur 8. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband