Leita í fréttum mbl.is

Vítavert framferði Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat á stífum fundum með Davíð Oddssyni þar sem hún fékk nákvæmar upplýsingar um stöðu mála, þar á meðal erfiðleika í efnahagslífi og þrönga stöðu bankanna. Það hlýtur að teljast vítavert að hafa ekki upplýst aðra ráðherra, ekki síst Björgvin sem átti að hafa eftirlit með bönkunum, um þessa gríðarlega erfiðu stöðu. Skorað hefur verið á Björgvin, þar á meðal frá ASÍ, að segja af sér en mér finnst standa Ingibjörgu nær að taka pokann sinn þar sem færa má rök fyrir því að skortur á upplýsingum - frá henni - til handa Björgvins hafi leitt til þess að hann hafi verið værukær og tekið þess vegna fullan þátt í klappliðinu í stað þess að bjarga því sem bjargað yrði, þar á meðal með stofnun dótturfélaga hjá Icesave í vor og takmörkun innlánasafnana Icesave í Bretlandi.

Menn tala um ábyrgð Árna og Björgvins sem er vissulega mikil en í allri sanngirni verður ekki annað sagt en að ábyrgð þeirra sé lítil miðað við ábyrgð höfuðpauranna, Ingibjörgu og Geir Haarde.


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband