Leita í fréttum mbl.is

Klúđur Alţingis

Ísland stendur frammi fyrir mesta hruni fjármálakerfisins og rökstuddur grunur hefur komiđ fram um ađ ekki sé allt međ felldu. Í stađ ţess ađ hefja strax í október lögreglurannsókn var máliđ tafiđ međ ţví ađ ćtla ađ útbúa eitthvert sérstakt örembćtti. Einhverra hluta vegna voru ţessi nýju lög samţykkt mótatkvćđalaust. Ţingmenn hefđu átt ađ sjá ađ stofnun embćttisins vćri bara sýndarmennska ţar sem eingöngu 50 milljónir króna eru ćtlađar í starfrćkslu ţess á nćsta ári. Til samanburđar var 350 milljónum variđ á örfáum vikum í ađ kynna ringlađan málstađ ríkisstjórnarinnar eftir bankahruniđ, og 30-falt hćrri upphćđ er variđ til Fjármálaeftirlitsins sem hefur sofiđ á verđinum og varla séđ ástćđu til ađ vísa nokkru máli til lögreglunnar.

Ef stjórnvöld vilja á annađ borđ öđlast einhvern trúverđugleika er nćrtćkast ađ gefa út yfirlýsingu um ađ hćtta strax viđ stofnun ţessa andvana fćdda embćttis og efla ţess í stađ efnahagsbrotadeildina og auka ađ sama skapi trúverđugleika annarra stofnana međ ţví ađ skipta um mannskap ef einhver minnsti grunur leikur á um ađ fólk sinni ekki vinnunni sinni sem skyldi.

Ţađ er eins og stjórnvöld átti sig ekki á upplausnarástandinu sem skapast ef allar stofnanir missa trúverđugleika sinn.


Bloggfćrslur 30. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband