Leita í fréttum mbl.is

Klúður Alþingis

Ísland stendur frammi fyrir mesta hruni fjármálakerfisins og rökstuddur grunur hefur komið fram um að ekki sé allt með felldu. Í stað þess að hefja strax í október lögreglurannsókn var málið tafið með því að ætla að útbúa eitthvert sérstakt örembætti. Einhverra hluta vegna voru þessi nýju lög samþykkt mótatkvæðalaust. Þingmenn hefðu átt að sjá að stofnun embættisins væri bara sýndarmennska þar sem eingöngu 50 milljónir króna eru ætlaðar í starfrækslu þess á næsta ári. Til samanburðar var 350 milljónum varið á örfáum vikum í að kynna ringlaðan málstað ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið, og 30-falt hærri upphæð er varið til Fjármálaeftirlitsins sem hefur sofið á verðinum og varla séð ástæðu til að vísa nokkru máli til lögreglunnar.

Ef stjórnvöld vilja á annað borð öðlast einhvern trúverðugleika er nærtækast að gefa út yfirlýsingu um að hætta strax við stofnun þessa andvana fædda embættis og efla þess í stað efnahagsbrotadeildina og auka að sama skapi trúverðugleika annarra stofnana með því að skipta um mannskap ef einhver minnsti grunur leikur á um að fólk sinni ekki vinnunni sinni sem skyldi.

Það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á upplausnarástandinu sem skapast ef allar stofnanir missa trúverðugleika sinn.


Bloggfærslur 30. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband