Leita í fréttum mbl.is

,,Detoxeraðar" 350 milljónir í meðförum ríkisstjórnarinnar

Vinkona mín er blaðamaður á einum stærsta fjölmiðli Breta, og þótt víðar væri leitað, að vísu ekki í almennum fréttum, heldur sér hún um vísinda- og umhverfisfréttir. Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og spurði mig áhyggjufull hvernig ég hefði það í kreppunni og hvernig hlutirnir gengju nú fyrir sig á landinu bláa. Hún spurði m.a. út í ráðherrann sem hafði fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna í banka - á lánum auðvitað - og farið svo í björgunarleiðangur út af sama banka með ríkisstjórninni. Svo spurði hún út í ráðuneytisstjórann sem hefði notað innherjaupplýsingar og losað bréfin sín í Landsbankanum eftir fund með breska fjármálaráðherranum, hvort hann væri enn í gömlu vinnunni sinni að vinna fyrir almenning.

Ég sagði sem satt er að þau væru enn á fullu í trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð og létu engan bilbug á sér finna. Já, virkilega? spurði hún. Lesendur vita að ég var ekki að grínast þegar ég kvað já við og að menn hefðu það í flimtingum að ráðuneytisstjórinn fengi áreiðanlega hin sögufrægu verðlaun viðskiptamaður ársins.

Mér varð hugsað til hennar þegar ég sá að ríkisstjórnin hafði varið heilum 350 milljónum króna í kynningarstarf og almannatengsl til að fegra handarbakavinnubrögð ríkisstjórnar og draga upp falska mynd af ástandinu. Miðað við hvernig ríkisstjórnin hélt á málum var þessi vinna álíka ábatasöm og að sturta þessum peningum niður í klósettið. Fyrir þessa upphæð hefði mátt reka meðalstóran framhaldsskóla í heilt ár og fiskvinnsluskóla í nokkur ár en Sjálfstæðisflokkurinn vann það voðaverk á íslensku atvinnulífi fyrir nokkrum árum að leggja fiskvinnslunám af. Og þetta er einn þriðji þeirrar upphæðar sem HÍ fer á mis við núna skv. fjárlögum.

Ekki lyktar það vel.


Vonbrigði með Reyni - af því að vonir voru bundnar við hann

Mér þykir leitt að heyra hvernig málið um Sigurjón Árnason og Björgólf Guðmundsson hefur snúist í höndunum á Reyni Traustasyni því að að mörgu leyti hefur DV staðið vaktina þar sem önnur blöð hafa sofið á vaktinni, DV þorði meðan önnur þorðu ekki. Nú þarf Reynir að meta það hvort hann geri hlé á störfum sínum sem ritstjóri og fari þá í önnur verk á blaðinu, t.d. að fjalla um kvótakerfið og gera gagnrýna úttekt á því hvað innganga í Evrópusambandið hefði á undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn.

Það er nóg af góðu fólki á DV til að hlaupa í hans skarð, a.m.k. tímabundið, t.d. Erla Hlynsdóttir og Jóhann Hauksson sem hefur víðtæka reynslu og er þekktur að sjálfstæði í störfum.

Afskipti Björgólfs koma ekki á óvart, einhvern tímann ætlaði hann að kaupa útgáfu DV þegar eitthvað var í blaðinu sem hann kunni ekki við - og fór ekki leynt með þá fyrirætlan sína - til að leggja það niður. Sagan segir líka að hann hafi beitt ritskoðun á bók.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband