Leita í fréttum mbl.is

Bjálfagangur Sjálfstæðisflokksins

Það hefur komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn beitir skattahækkunum og -lækkunum þvert á það sem allir hagfræðingar eru sammála um að sé skynsamlegt. Í þenslu lækkaði Sjálfstæðisflokkurinn skatta þvert á ráðleggingar og í samdrættinum hækkar hann skatta.

Nú er það líka staðfest að ráðherra sjávarútvegsmála vill ekki leyfa auknar veiðar á síld þó að síldin sé sýkt og illa haldin. Síldar sem er illa haldin af sýkingu bíður vart annað en dauðinn þar sem hún mun ekki auka kyn sitt. Það þarf að veiða hana, bræða og nýta í dýrafóður því að hún smitar ekki. Ég hef orðið var við að fólk haldi það ranglega. Í hafinu er hins vegar nákvæmlega ekkert gagn að henni - nema þá fyrir sýkilinn sem lifir góðu lífi.


Bloggfærslur 13. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband