Leita í fréttum mbl.is

Verđur skipađur sérstakur dómstóll?

Ţađ má vel skilja reiđi fólks ţótt mér finnist eggjakastiđ setja mótmćlin ađeins niđur. Viđbrögđ ráđamanna eru međ ólíkindum, nú hefur ríkisstjórnin ákveđiđ ađ skipa sérstakan saksóknara til ađ ákćra í málum sem beinast ađ stjórnvöldum. Međ ţessu eru stjórnvöld ađ grípa međ beinum hćtti inn í ákćruvald ţjóđfélagsins ţegar böndin berast ađ ráđamönnum.

Hvađ verđur nćst?

Munu stjórnvöld skipa sérstakan dómstól til ađ dćma í sínum málum, sínu klúđri?

Tíđindi dagsins hljóta ađ vera ummćli varaformanns Samfylkingarinnar á borgarafundinum í dag ţar sem hann talađi um verđtrygginguna eins og eitthvert náttúrulögmál sem ekki vćri hćgt ađ fara gegn. Hann fullyrti ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ afnema verđtrygginguna nema ganga í ESB vegna ţess ađ ţá gyldu sparifjáreigendur fyrir ţađ!

Ţađ er engu líkara en ađ Samfylkingin geri sér ekki grein fyrir ţví ađ verđtryggingin hefur ýtt undir ţađ ójafnvćgi í efnahagsmálum sem nú brýtur á okkur ţar sem bankarnir voru óhrćddir viđ ađ slá erlend lán og lána svo aftur á hćrri vöxtum hér sem ţar ađ auki voru verđtryggđir og töldu sig ţannig gulltryggđa gegn verđbólgu og gengisbreytingum.

Auđvitađ er ekkert náttúrulögmál ađ ţađ verđi sjálfvirk hćkkun á lánum frekar en launum fólks. Ţađ er stórundarlegt ađ forystumađur í jafnađarmannaflokki skuli láta ţetta út úr sér. Menn ćttu kannski ađ hugsa ţađ ađ ţađ er heldur ekki gott ađ lán hćkki svo mikiđ ađ lántakendur hćtti ađ greiđa skuldir sínar, skili bara lyklunum. Ţá er ţjóđfélagiđ fyrst komiđ í klemmu. 


mbl.is Eggjum kastađ í Alţingishúsiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband