Leita í fréttum mbl.is

Verður skipaður sérstakur dómstóll?

Það má vel skilja reiði fólks þótt mér finnist eggjakastið setja mótmælin aðeins niður. Viðbrögð ráðamanna eru með ólíkindum, nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa sérstakan saksóknara til að ákæra í málum sem beinast að stjórnvöldum. Með þessu eru stjórnvöld að grípa með beinum hætti inn í ákæruvald þjóðfélagsins þegar böndin berast að ráðamönnum.

Hvað verður næst?

Munu stjórnvöld skipa sérstakan dómstól til að dæma í sínum málum, sínu klúðri?

Tíðindi dagsins hljóta að vera ummæli varaformanns Samfylkingarinnar á borgarafundinum í dag þar sem hann talaði um verðtrygginguna eins og eitthvert náttúrulögmál sem ekki væri hægt að fara gegn. Hann fullyrti að það væri ekki hægt að afnema verðtrygginguna nema ganga í ESB vegna þess að þá gyldu sparifjáreigendur fyrir það!

Það er engu líkara en að Samfylkingin geri sér ekki grein fyrir því að verðtryggingin hefur ýtt undir það ójafnvægi í efnahagsmálum sem nú brýtur á okkur þar sem bankarnir voru óhræddir við að slá erlend lán og lána svo aftur á hærri vöxtum hér sem þar að auki voru verðtryggðir og töldu sig þannig gulltryggða gegn verðbólgu og gengisbreytingum.

Auðvitað er ekkert náttúrulögmál að það verði sjálfvirk hækkun á lánum frekar en launum fólks. Það er stórundarlegt að forystumaður í jafnaðarmannaflokki skuli láta þetta út úr sér. Menn ættu kannski að hugsa það að það er heldur ekki gott að lán hækki svo mikið að lántakendur hætti að greiða skuldir sínar, skili bara lyklunum. Þá er þjóðfélagið fyrst komið í klemmu. 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband