Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin tefur eðlilega rannsókn á bankahruninu

Ef við berum þennan fréttamannafund saman við þá sem haldnir voru í byrjun október kom enn ekkert nýtt fram. Geir boðar samráð við stjórnarandstöðuna og að velt verði við hverjum steini í bankahruninu til að komast að því hvort eitthvað sé að. Gott ef menn töluðu ekki enn og aftur um að dæma engan fyrirfram.

Ég var rétt í þessu að ræða við Guðjón Arnar Kristjánsson og spurði hann út í samráðið. Hann sagði að samráðið við stjórnarandstöðuna væri á algjöru frumstigi.

Skrýtnir millileikir hafa verið leiknir, s.s. með ráðningu Valtýs Sigurðssonar og Boga Nilssonar, í stað þess að láta málið fara í eðlilegan farveg til lögreglunnar. Fram hefur komið í fréttum að lögbrot hafi verið framin, s.s. með afnámi ábyrgða stjórnenda bankanna og sömuleiðis hafa fréttir verið þess efnis að að hundruð milljarða millifærslur hafi orðið síðustu dagana fyrir hrun bankanna án mikilla skýringa og til staða þar sem erfitt er að grennslast fyrir um hverjir séu eigendur bankareikninga.

Æðstu stjórnendur hafa ekki verið boðaðir til yfirheyrslna eins og eðlilegt væri, miklu frekar hafa þeir sést í spjall- og fréttaþáttum þar sem þeir bera af sér sakir og bjóðast til að vinna á lyfturum. Þess á milli berast fréttir af þeim að reiða milljarða upp úr veskinu til kaupa á fjölmiðlum landsins. Í fyrramálið geta landsmenn fylgst með fréttahauknum Birni Inga Hrafnssyni þegar hann tekur fyrrum stjórnarþingmann Kaupþings á beinið í Markaðnum sínum.

Björn Ingi var sem kunnugt er  innsti koppur í REI-málinu og áður aðstoðarmaður fyrrum forsætisráðherra sem ráðstafaði Búnaðarbankanum til S-hópsins sem réði Sigurð Einarsson.

Þess ber að gera að þeir sem fengu að kaupa Búnaðarbankann, forvera Kaupþings, áttu ekki fyrir kaupunum nema fá lán í Landsbankanum (og hvað áttu þeir þá) og kaupin voru á þeim forsendum að þeir hefðu í farteskinu sérstakan kjölfestufjárfesti, þýskan bankan sem gufaði upp nokkrum mánuðum eftir kaupin.


mbl.is Enginn undanþegin rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn verið að jórtra á nýjum bás

Hvað ætla stjórnarflokkarnir að ganga langt í að misbjóða almenningi? 

Edda Rós Karlsdóttir hafði þann starfa að veita forstöðu greiningardeild Landsbankans sem hélt ómerkilegum áróðri að almenningi og var markmiðið að skrúfa upp í hæstu hæðir hlutabréf í bönkunum og tengdum fyrirtækjum. Hér að neðan má lesa kafla úr áróðursræðu sem flutt var á aðlfundi Samtaka atvinnulífsins í lok apríl á þessu ári. 

Íslensku bankarnir koma allir vel út á hefðbundnum mælikvörðum á styrkleika banka.

Þeir eru allir með eiginfjárhlutföll langt yfir lögbundnum lágmörkum, þeir eru með

góða arðsemi, sterkt og vel dreift eignarsafn og góða lausafjárstöðu. Samt eru erlendir

aðilar tregir til að lána Íslendingum pening og krefjast himinhárra áhættuálaga. Ríkið

kemur líka vel út, það er nær skuldlaust og undirstöður hagkerfisins eru, að mati okkar

Íslendinga, afar sterkar. Samt setja erlendir aðilar spurningarmerki við það, hvort

íslenska ríkið og Seðlabankinn geti veitt bönkunum þá fyrirgreiðslu sem evrópskir og

bandarískir bankar fá í sínum löndum.

Mér finnst með ólílkindum ef að nýju ríkisbankarnir ætla að halda áfaram senda út af örkinni sama liðið og starfaði í svokölluðum greiningadeildum um árabil við að gabba almenning.

Orðaval hagfræðings Samfylkingarinnar við að skýra stöðu mála þ.e. að uppnefna íslensku krónuna er hvorki til að auka trúverðugleika efnahagslílfsins né stjórnvalda. 


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband