Leita í fréttum mbl.is

Er Helgi Magnús Gunnarsson ekki innvígður og innmúraður?

Það er stórundarlegt að fylgjast með þessu fáti í kringum rannsókn á venjulegum auðgunarbrotum sem að öllum líkindum fóru fram í bönkunum. Hvers vegna fara málin ekki eðlilega leið til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem Helgi Magnús Gunnarsson ræður ríkjum? Ég veit ekki betur en að hann sé harður og fylginn sér. Er vandamálið kannski að hann er ekki innvígður og innmúraður og væri vís með að taka á brotamönnunum með vinnuhönskunum en ekki silkihönskunum?

Í stað þess að láta málið fara sína eðlilegu leið í kerfinu virðist sem Björn Bjarnason og samstarfsmaður hans Björgvin G. Sigurðsson hafi sammælst um að láta málið fara einhverjar furðulegar krókaleiðir í gegnum skyldmenni þeirra sem liggja undir grun.

Ég held að Bogi verði að fá hrósið fyrir að sjá að sér.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðaleg þögn stjórnarliða

Ekki er þetta mál varðandi afskriftir á lánum til æðstu stjórnenda bankanna til þess fallið að vekja traust á stjórnvöldum. Málið kemur upp eftir öðrum leiðum en vegna árvekni og eftirlits stjórnvalda, litli bankamaðurinn sendir tölvupóst sem fer um allt og veldur uslanum. Björgvin G. Sigurðsson segir málið sérkennilegt í viðtali við dv.is og virðist það hafa komið honum jafnmikið á óvart og laun bankastjóranna. Misnotkun innherjaupplýsinga ná til æðstu stjórnenda ríkisins, s.s. ráðuneytisstjóra.  

Vitað er að þingmaður Sjálfstæðisflokksins sat í stjórn peningamarkaðssjóðs Glitnis þar sem fólk tapaði talsverðu af sparnaði sínum þrátt fyrir að sjóðurinn hafi verið kynntur sem einkar traustur.

Ég held að menn geti ekki lengur hangið á kjaftæðinu um að standa saman. Það þarf óvilhalla rannsókn til að komast til botns í þessu máli og öðrum sambærilegum.


Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband