Leita í fréttum mbl.is

Er ekki rétt að fara yfir lausnirnar Egill?

Ég horfði á áhugaverðan þátt Egils Helgasonar en þar bar margt á góma sem að Frjálslyndi flokkurinn hefur sett á oddinn s.s. einkavinavæðinguna, afnám verðtryggingar og hrikalegt kvótakerfi í sjávarútvegi.

Það sem skorti á var að fjallað væri um eru þær lausnir sem boðaðar hafa verið til að skrúfa ofan af mestu vitleysuna í sjávarútvegi.  Frjálslyndi flokkurinn hefur um árabil flutt þingmál um aðskilnað veiða og vinnslu. Ef að málið hefði fengið brautargengi þá hefði greinin ekki lent í skuldafeninu og sömuleiðis tryggir þessi leið meira jafnræði og kemur til með að koma sjávarútveginum út úr mestu ógöngunum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sömuleiðis boðað að auka strax frelsi minni báta til sjósóknar og koma flotanum í sóknarstýringu og losna þar með við brottkast.

Mér finnst vera orðið löngu tímabært að farið verði rækilega yfir tillögurnar en þjóðin hefur ekki efni á viðvarandi sóun og óréttlæti sem viðgengst í sjávarútvegi.

 


Bloggfærslur 30. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband