Leita í fréttum mbl.is

Kafloðin gagnrýni Samfylkingar á Seðlabankann

Samfylkingin leggur allt kapp á að hlaupast undan ábyrgð á stöðu efnahagsmála og sérstaklega að forðast umræðu um ábyrgð bankamálaráðherra á hinum gríðarháu skuldbindingum sem eru að falla á íslenska skattgreiðendur. Á Alþingi beina þingmenn spjótum sínum að Seðlabankanum, m.a.s. fyrir það að Seðlabankinn hafi upplýst þjóðina um ástæðuna fyrir hækkun stýrivaxtanna úr 12 í 18%.

Samfylkingin krafðist þess á sínum tíma að strax yrði leitað ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en samt sem áður vilja sumir þar á bæ skjóta sér undan ábyrgð á þeim aðgerðum og skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur. 

Það sem er svo ósmekklegt er að í ræðu formanns fjárlaganefndar er Seðlabankinn sérstaklega gagnrýndur fyrir að segja hvernig í pottinn er búið og ekki nóg með það, heldur er ræðan svo loðmulluleg og illskiljanleg að maður velti ósjálfrátt fyrir sér hvort formaður fjárlaganefndar hefði einhver tök og eitthvert vit á efninu, hvort hann hefði yfirleitt sett sig inn í málið.

Er þetta virkilega mannskapurinn sem getur leitt okkur út úr vandanum, fólk sem er ekki til í að loka nokkrum sendiráðum og taka til athugunar að auka þorskkvótann?


Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband