Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eiga Íslendingar að vantreysta ríkisstjórninni?

Ríkisstjórn Geirs Haarde segist ætla að rannsaka bankahrunið og velta við hverjum steini. Íslendingar ættu alls ekki að treysta því að það verði gert. Hvers vegna segi ég það? Jú, í ljósi stærri fjármálahneyksla sem upp hafa komið síðustu árin, s.s. olíusamráðssvikanna sem teygðu sig langt inn í Sjálfstæðisflokkinn og sömuleiðis úttektarinnar á einkavæðingu bankanna þar sem kjölfestufjárfestar gufuðu upp og rannsóknin svokallaða var einungis málamyndagjörningur, eru þær rannsóknir sem hafa verið settar af stað á ábyrgð stjórnvalda til að rannsaka sjálf sig tómt yfirklór.

Það er fróðlegt fyrir þá sem efast um framangreind orð að lesa grein sem ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum.


Plan ríkisstjórnarinnar er að þrauka fram að jólum

Í dag heyrði ég annað veifið óminn af málflutningi stjórnarliða í umræðu um vantrauststillögu á Alþingi þar sem stefið var að hneykslast á því að minni hluti þingmanna treysti ríkisstjórninni ekki til að sitja áfram. Það gerðu stjórnarliðar þótt þeir ættu að vita upp á sig skömmina. Hin meginröksemdin var að ekki væri tímabært að fara í kosningabaráttu í jólamánuðinum og síðan var klisjan um björgunarleiðangurinn endurtekin.

Það sem stakk mig var að stjórnin notaði ekki tækifærið til að birta þjóðinni einhverja áætlun af yfirvegun í stað þess að svara fullum hálsi með því að vitna í hinn ágæta þátt Dagvaktina.

Mitt mat er að eina áætlun ríkisstjórnarinnar sé að sitja sem fastast fram að jólum og vonast til þess að fólk nái sambandi við gullfiskaminni sitt. Ekki er ég viss um að Ingibjörgu og Geir verði kápan úr því klæðinu þar sem verðtryggðir gíróseðlar muni berast strax eftir áramótin og jafnvel uppsagnarbréf. Það mætti segja mér að ef svo fer fram sem horfir muni landsfundur Sjálfstæðisflokksins breytast í allsherjarmótmælafund, fyrir utan og allt um kring - og jafnvel inni á fundinum.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband