Leita í fréttum mbl.is

Fer Ólafur Ragnar sömu leið og Pútín?

Einn helsti fræðimaður Háskóla Íslands, hvort sem er á sviði sagnfræði, stjórnmála, hagfræði eða stjórnar fiskveiða, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur gefið þjóðinni þá von að von sé á því að vildarvinur hans í Seðlabankanum, Davíð Oddsson, komi af fullum þunga aftur í pólitíkina. Einhvern veginn finnst mér þó líklegra að bóndinn á Bessastöðum stígi fram og feti þannig í fótspor Pútíns sem er afar vinsæll leiðtogi í heimalandi sínu. Það er aldrei að vita hvað gerist en þessir gömlu stjórnmálamenn finna eflaust hjá sér þörf fyrir að stíga fram og lagfæra ýmis óhæfuverk sem þeir hafa stutt, s.s. vonlaust kvótakerfi í sjávarútvegi og auðmannadekur.

Hver veit nema Sturla Jónsson fái liðsstyrk?


Ingibjörg Sólrún finnur til samkenndar með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki

Ég er búinn að heyra helstu kaflana úr ræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksþingi Samfylkingarinnar í dag. Boðskapurinn lýsir því að Samfylkingin sé ekki í nokkrum tengslum við þjóðina. Leiðtoginn telur sig í einhverjum björgunarleiðangri og segir að mikilvægasta verkefnið í íslenskri pólitík sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er erfitt að sjá að aðild að Evrópusambandinu sem getur alls ekki orðið að veruleika fyrr en eftir nokkur ár hvort eð er sé brýnasta verkefni stjórnvalda í dag. Leiðtogi jafnaðarmanna leggur svo mikla áherslu á þetta verkefni að hún finnur til samkenndar með bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki vegna þess að formenn flokkanna hafi gefið í skyn að stefna skuli að inngöngu í Evrópusambandið.

Í sömu ræðu tekur utanríkisráðherra upp siði Davíðs Oddssonar og neitar allri ábyrgð Samfylkingarinnar og vísar henni eiginlega alfarið á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það að formaður Samfylkingarinnar ætli að stunda slökkvistarf með brennuvörgunum er mjög óábyrgt, og brýnasta verkefnið í íslenskum stjórnmálum er að auka trúverðugleika stjórnvalda. Eina leiðin til þess er kosningar og mikil umskipti í stjórn landsins, og sömuleiðis er annað helsta verkefnið að tryggja hag heimilanna með því að afnema verðtryggingu og tryggja að hjól atvinnulífsins haldi áfram.

Fréttir herma að fulltrúar á þingi Samfylkingarinnar hafi varla haldið vatni af hrifningu yfir boðskap Ingibjargar þrátt fyrir að mörg þúsund Íslendingar hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla téðum boðskap.


Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband