Leita í fréttum mbl.is

Hvernig stendur á því að Færeyingar geta lánað okkur?

Það ber enn á því þótt ótrúlegt sé að sanntrúaðir fylgismenn íslenska kvótakerfisins, s.s. hagfræðingurinn Ragnar Árnason og arkitektinn Stefán Benediktsson, beri opinberlega í bætifláka fyrir íslenska kvótakerfið. Halda félagarnir fram þeirri staðleysu að íslenska kvótakerfið sé hagkvæmt og hafi skilað einhverjum ávinningi og þess vegna eigi þjóðin að sætta sig við viðvarandi mannréttindabrot og byggðaröskun.

Hver er hinn kaldi raunveruleiki? Uppbyggingarstarf og framseljanlegt kvótakerfi hefur skilað þjóðinni þrisvar sinnum minni þorskafla en fyrir daga þess og skuldir fyrirtækjanna hafa fjórfaldast síðustu 10 árin. Frjálslyndi flokkurinn hefur hafnað niðurskurðartillögum Hafró sem engan enda virðast taka og hefur lagt til að tekin verði upp sóknarstýring að færeyskri fyrirmynd. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað boðað að fara leið Færeyinga við að stjórna fiskveiðum. Í gegnum tíðina hafa stjórnmálamenn reynt að slá ábyrgar tillögur Frjálslynda flokksins út af borðinu með því að sverta færeyskan sjávarútveg og gefa í skyn að þar sé allt í kaldakoli og sumir sérfræðingar Hafró hafa tekið undir það.Færeyska veiðistjórnunin hefur í gegnum tíðina mætt harðri gagnrýni, bæði færeyskra reiknisfiskifræðinga og erlendra trúbræðra þeirra sem hafa ár hvert gefið út dómsdagsspá sína um endanlegt hrun ef ekki verði skornar niður aflaheimildir.

Um aldamótin stóð þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga og núverandi utanríkisráðherra, Jørgen Niclasen, frammi fyrir einni slíkri spá, að algjört hrun blasti við, en hann ákvað áður en hann tók afdrifaríka ákvörðun um að skera niður nánast einu útflutningsgrein Færeyinga að fá álit annars aðila og það var íslenski fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson. Jón Kristjánsson gaf Færeyingum það þjóðráð að hætta við niðurskurðinn, enda hefði hvergi í heiminum tekist að sýna fram á að uppbyggingarstefna reiknisfiskifræðinganna hefði gengið eftir. Nú í nóvember 2008 er staðan sú að Færeyingar eru aflögufærir.

 -----------------------------------------

Ofangreind grein birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn og finnst mér tilvalið að birta hana hér í tengslum við að Jörgen er mættur til að veita ríkisstjórninni okkar ráð. Það væri forvitnilegt að vita hvort ráðamenn hafi leitað aðstoðar hjá Færeyingum hvað varðar stjórn fiskveiða - það kæmi mér á óvart ef Ingibjörg Sólrún gerði það ekki.


mbl.is Læri af mistökum Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn hældi bankaeftirlitinu

Það er átakanlegt að horfa upp á Davíð Oddsson standa í þessari vörn þar sem hann reynir að snúa henni í sókn, og þá gegn fjölmiðlum landsins af því að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel í eftirliti með fjármálastarfsemi. Þetta er sér í lagi vitlaust vegna þess að það er ekki lengra síðan en á vormánuðum þessa árs að einn af bankastjórum Seðlabankans lét þessi orð falla um bankaeftirlit:

Þið þekkið að sjálfsögðu regluumhverfið og eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi. Það byggir á því besta sem þekkist í öðrum löndum og hefur hlotið mjög jákvæða umsögn erlendra aðila. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika. Framvinda undanfarna mánuði hefur leitt til þess að samvinnan hefur orðið enn nánari en áður og stofnanirnar tvær fylgjast grannt með framvindu mála hvor á sínu sviði. Þetta er eins og það á að vera og í samræmi við það sem þekkist annars staðar um þessar mundir.

Ekki minnist ég hinna sterku viðvarana úr Seðlabankanum sem Davíð er að rifja upp, en ég man hins vegar greinilega eftir því að Davíð Oddsson sakaði óprúttna aðila um að gera áhlaup á íslensku krónuna. Hann var þá hundsvekktur yfir því að hækkun stýrivaxta næði ekki að smala meira lánsfé inn í landið og hækka gengi krónunnar sem var farið að síga.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband