Leita í fréttum mbl.is

Mun Þorsteinn Pálsson verða spurður út í þöggunina um mesta óréttlæti Íslandssögunnar?

Á NASA við Austurvöll verður mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00 haldinn fundur þar sem rit- og fréttastjórar fjölmiðla landsins sitja fyrir svörum og gefst almenningi kostur á að spyrja út í ábyrgð og hlutverk þeirra.
Mér þykir miður að komast ekki suður á fundinn en þá hefði ég m.a. spurt Þorstein Pálsson ritstjóra Fréttablaðsins út í hvers vegna hann hefði staðið fyrir þöggun um eitt mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið í sjávarútvegi. Fjölmiðlar með fáeinum heiðarlegum undantekningum hafa látið það vera að fjalla um algert árangursleysi kerfisins við að þjóna upphaflegum markmiðum og dregið hvað eftir annað falska glansmynd af árangri og hagræðingu kerfisins. Staðreyndin er sú að þorskafli er margfalt minni en fyrir daga kerfisins og aflaheimildir eru veðsettar langt út yfir nokkur skynsamleg mörk. Kerfið hefur verið dæmt úr leik af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir framangreint reynir Fréttablaðið að berja þær bumbur að óréttlætið skuli áfram vera við lýði.
Ég hefði sömuleiðis látið þá spurningu flakka á fréttastjóra RÚV hvers vegna hann hann neitaði sannarlega að leiðrétta rangan fréttaflutning RÚV af sjávarútvegsmálum en á ríkisstöðinni eru menn feimnir við að birta nokkuð sem getur varpað réttu ljósi á kvótakerfið í sjávarútvegi sem var upphafið af ofurveðsetningu og skuldsetningarbólunni sem er að springa framan í landsmenn.
Ástand fjölmiðlanna er súrrealískt en viðskiptahorni Stöðvar 2 stjórnar Björn Ingi Hrafnsson REI-maður og fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sem ráðstafaði bönkunum sem komu síðan þjóðinni í bobba. 
Nú virðist sem fjölmiðlar séu byrjaðir að taka þátt í þeim leik stjórnmálamanna sem hafa eitthvað að fela að reyna að snúa samfélaginu í umræður um aðild að Evrópusambandinu en frá spillingunni og óstjórninni!
Markmiðin virðast vera tvö, þ.e. að forðast umræðuna um ábyrgð stjórnvalda á ástandinu og deila og drottna.
Margir liðsmenn ríkisstjórnarinnar taka þessu fegins hendi og sama á við um liðsmenn Framsóknar sem að sönnu eiga sína sök á því hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni.

Ég hvet fólk til að mæta og fá svör.

Ríkisstjórnin skrifar upp á óútfylltan tékka

Þjóðin hlýtur að gjalda varhuga við að ríkisstjórnin sem kom okkur í þessu vandræði þykist nú vera að leysa úr málum með því að skrifa upp á Icesave-tékkann en málið er kynnt með þeim hætti að stjórnin hafi ekki hugmynd um upp á hvað tékkinn hljóðar. Eitt er þó víst, um er að ræða mörg hundruð milljarða reikning sem þjóðin fær í hausinn.

Það er spurning hvort þessi mikli vilji ríkisstjórnarinnar til að ljúka málinu varði hagsmuni þjóðarinnar eða ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Í stað þess að fram fari heiðarlegt uppgjör leggur ríkisstjórnin allt kapp á að deyfa fyrsta skellinn og er í því sambandi reiðubúin til að skuldbinda börn og barnabörn langt fram í tímann.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa launar Ólína ofeldið

Ólína Þorvarðardóttir gekk nokkuð hart fram gegn menntamálaráðherra í þætti Sigurjóns M. Egilssonar í morgun en minna fór fyrir gagnrýni á eigin flokksmenn í ríkisstjórninni sem bera sameiginlega ábyrgð á stjórnarathöfum ríkisstjórnarinnar. Þannig er ljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ber jafn mikla ábyrgð á Davíð Oddssyni og hver annar í ríkisstjórninni. Samfylkingin reynir að skjóta sér undan ábyrgð á billegan hátt, s.s. með bókunum á ríkisstjórnarfundum sem standast ekki stjórnskipunarlög.

Úr því sem komið er ætti ríkisstjórnin áður en hún klúðrar öllu til andskotans að fara frá og boða sem allra fyrst til kosninga.

Það kom mér nokkuð á óvart að Ólína skyldi taka Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sérstaklega út úr breytunni, ríkisstjórn sem öll hefur meira og minna klúðrað málum, Þorgerður, Björgvin, Árni Matt, Ingibjörg eða Geir, í ljósi þess að mér virtist sem Þorgerður Katrín hefði frekar en ekki sýnt Ólínu velvilja í þeim vandræðum sem hún rataði í við stjórn Menntaskólans á Ísafirði.

Ég verð að lýsa mig sammála Ólínu með að Þorgerður ætti auðvitað að stíga af sviðinu en áður stæði það Geir og Ingibjörgu Sólrúnu nær.


Bloggfærslur 16. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband