Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún stjórnar Sjálfstæðisflokknum

Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er mjög tvístígandi þessar vikurnar og reynir að halda spilunum þétt að sér og hindra þjóðina í að sjá á þau enda er þjóðarskútan stefnulaust rekald. Svo virðist sem hann treysti dómgreind Ingibjargar frekar en sinni eigin.

Geir var ekkert of áfjáður í að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vildi frekar leita á náðir Rússa sem tóku vel í að lána okkur. Hins vegar kom mikill afturkippur í Rússalánið þegar Ingibjörg Sólrún kom aftur til starfa og má vera að hún hafi talið það geta truflað Evrópudrauminn, þ.e. að Íslandi færi inn í Evrópusambandið. Hún lagði alla áherslu á að sækja um lánið hjá AGS og loks þegar Geir gekkst inn á það kom í ljós að lánið var ekki á lausu vegna andstöðu svokallaðra vinaþjóða Evrópusambandsins.

Þjóðirnar hafa allar sem ein, þar á meðal Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Danmörk, lagst gegn láninu nema gengið verði frá Icesave-reikningunum eins og kunnugt er. Geir hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Íslendingar láti ekki kúga sig, en nú virðist sem Ingibjörg Sólrún hafi sveigt hann enn og aftur þar sem hún vill ólm komast inn í Evrópusambandið þótt það muni kosta næstu kynslóðir gríðarlegar skattbyrðar.  

Það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi ráðherra þar sem hún rekur miklu frekar erindi sitt fyrir Evrópusambandinu en að ganga erinda íslensku þjóðarinnar. Hún hefur margsagt að við séum í þröngri samningsstöðu og afsakað óbilgirni evrópsku þjóðanna með þeim rökum að það sé liður í að bjarga fjármálalífi Evrópu. Svo bítur hún höfuðið af skömminni með því að lýsa því yfir að við þurfum þessa svokölluðu aðstoð til að borga reikningana í Bretlandi.

Eina hjálpræðið sem hún sér er að ganga sem fyrst þjóðunum á hönd sem beita okkur kúgun. Í kvöld tilkynnti hún þjóðinni að búast mætti við stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum hvað varðaði Evrópusambandsaðild, hennar mætti jafnvel vænta á morgun þar sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fundar.

Það er spurning hvort Ingibjörg mæti á þann fund til að treysta stöðu Geirs.


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband