Leita í fréttum mbl.is

Er Ingibjörg Sólrún að hætta? Hún skipar vinkonu sína sendiherra.

Það hefur verið háttur fyrrum utanríkisráðherra að fara í vafasamar ráðningar á sendiherrum rétt áður en þeir láta af störfum, þó ekki Valgerður Sverrisdóttir og á hún skilið hrós fyrir það. Í dag bárust fréttir af því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipaði mitt í sparnaðaraðgerðum sínum vinkonu sína og fyrrum aðstoðarmann og skrifstofustjóra borgarstjórans í Reykjavík, Kristínu Árnadóttur, sendiherra.

Kristín hefur starfað í rétt rúmt ár í utanríkisþjónustunni og stýrt einni vitlausustu hugmynd Íslendinga á síðustu árum, þ.e. að sækjast eftir setu í öryggisráðinu. Og ekki er hægt að segja að erfiðið hafi skilað þjóðinni miklum árangri.

Þetta er gert í miðjum sparnaðaraðgerðum sem felast í því að blása burtu megninu af því furðulega í útþenslu utanríkisþjónustunnar sem boðað var í fjárlagafrumvarpinu. Þetta minnir á kallinn sem datt í hug að fara í tvær sólarlandaferðir á næsta ári, bæði til Mæjorka og Kýpur, en grípur svo til harðra sparnaðaraðgerða - fara bara í aðra ferðina og spara þannig hundruð þúsunda.


Ingibjörg Sólrún vill að Gordon Brown ráði

Ingibjörg Sólrún hefur verið í tómri vitleysu síðustu misserin. Fyrstu viðbrögð utanríkisráðherra við aðsteðjandi kreppu á vormánuðum voru þau að fara í auglýsingaferð um heiminn til að halda þeirri vitleysu að þjóðum heims að íslenskt efnahagslíf stæði einkar traustum fótum. Auglýsingaferð utanríkisráðherra varð eflaust styttri en hefði orðið ef ekki hefðu komið til tíð ferðalög ráðherrans til fjarlægra heimshluta með það fyrir augum að smala inn atkvæðum til að tryggja landinu kosningu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Í dag bárust þær fréttir af utanríkisráðherranum að hún hafi ákveðið að „leggja það upp í hendurnar" á Bretum hvort þeir vilji koma hingað í desember til þess að sinna loftrýmisgæslu.

Hvers konar rugl er það að ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis skuli leggja það alfarið upp í hendurnar á her annars ríkis hvort hann komi með sínar hervélar til æfinga innan landamæra ríkisins?

Fleiri fréttir bárust úr herbúðum ráðherra, t.d. óljósar fréttir af miklum niðurskurði í utanríkisráðuneytinu auk þess sem Ingibjörg Sólrún skipaði enn einn sendiherrann. Mér sýnist af fyrstu fréttum að sparnaðurinn í ráðuneytinu felist fyrst og fremst í því að hætta við glórulausa útþenslu utanríkisþjónustunnar, s.s. hækkun á framlagi til þróunarsamvinnu um einn og hálfan milljarð.

Loðmullan er þarna í slagtogi með ládeyðu. Það er mjög lýjandi.


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband