Leita í fréttum mbl.is

Það hefur aldrei þótt sæmandi að sparka í liggjandi mann, en nú verður Geir að fá spark

Geir Haarde hefur komið öllu á kaldan klaka í þjóðfélaginu, það er deginum ljósara, og neitar nú að leita allra leiða við að koma okkur út úr kafaldinu, t.d. með því að auka þorskveiðikvótann. Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til að veiðiheimildir verði innkallaðar, þær auknar og þeim úthlutað aftur af meira réttlæti í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Nú ætti að vera lag þar sem ríkisbankarnir hafa meira og minna fastatök á öllum veiðiheimildunum sem hafa verið veðsettar samkvæmt kerfi sem Geir hefur búið til, margfalt umfram nokkur skynsamleg mörk.

Geir sem er hálfbugaður þessa dagana enda þarf hann að horfast í augu við eigin verk mætti á fund LÍÚ og virðist hafa ætlað að sækja sér einhvern kraft með því að tala upp í eyrun á LÍÚ eins og Ingibjörg Sólrún gerði 2005. Á þessum fundi sagði Geir að það væri fullkomlega óábyrgt tal að breyta aflaúthlutun vegna ástandsins í samfélaginu.

Hver bjó til þetta ástand? Hver bjó til þetta óréttláta kerfi?

Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann leynt þjóðina upplýsingum en upplýst ráðamenn annarra þjóða. Hvernig getum við treyst upplýsingum sem koma úr forsætisráðuneytinu úr þessu?


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband