Leita í fréttum mbl.is

Pínleg staða Einars Kristins Guðfinnssonar

Í Kastljósi kvöldsins réttlætti Einar Kristinn Guðfinnsson 50% hækkun stýrivaxta.  Það hefði svo sem verið ókei ef að ráðherrann hefði ekki haft það sem helsta baráttumál á liðnum árum að lækka umrædda vexti.  Fyrr á þessu ári þá skrifaði Einar Kristinn Guðfinnsson pistil þar sem að hann vitnaði í sjálfan Björgólf Thor Björgólfsson til marks um að Seðlabankinn yrði að skrúfa vextina niður.

Einar Kristinn er vanur maður þegar kemur að því að snúa algerlega við blaðinu. Hann bauð sig fram fyrir hverjar kosningar á fætur öðrum á þeim forsendum að hann væri á móti kvótakerfinu og myndi jafn vel ekki styðja ríkisstjórn sem endurskoðaði ekki kerfið sem rústaði vestfirskum byggðum.

Eftir að hann varð ráðherra varð kerfið skyndilega heilagt og svo mjög að ekki má breyta því þó svo að það hafi verið úrskurðað af Sameinuðu þjóðunum sem óréttlátt.

Hvernig er það  Sjálfstæðisflokkinn - Vilja menn á þeim bænum láta taka sig alvarlega?


mbl.is Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þiggjum aðstoð Færeyinga á fleiri sviðum

Færeyingar eru mikir höfðingjar að bjóðast til að hjálpa okkur á erfiðum tímum.

Íslenskir ráðamenn ættu að setjast yfir það með Færeyingum hvernig þeim tókst að komast út úr sinni krísu á tíunda áratugnum, en það gerðu þeir meðal annars með því að hætta að nota kvótakerfi við að stýra fiskveiðum.  Færeyingar höfðu reynt kvótakerfi í 2 ár með afar slæmum afleiðingum s.s. brottkasti og minnkandi afla.  Hér höfum við reynt kvótakerfi með hræðilegum afleiðingum í tvo áratugi.

Utanríkisráðherra Færeyinga og formaður Fólkaflokksins, Jörgen Niclasen sem gegndi áður starfi sjávarútvegsráðherra, er sá stjórnmálamaður sem staðið hefur vörð um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið í sjávarútvegi.  Nú er um að gera fyrir íslensk stjórnvöld að taka upp viðræður við utanríkisráðherra Færeyinga og kynna sér fordómalaust gríðarlega mikinn árangur Færeyinga við að stjórna fiskveiðum. Við það eitt að taka upp færeyska kerfið þá streymdu í auknum mæli margir tugir milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri til að þjóðarbúsins.

 


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband