Leita í fréttum mbl.is

,,Minni mistök hér og þar"

Það var ekki að heyra á Björgvini Sigurðssyni í Bylgjuviðtali í morgun að hann teldi nokkuð athugavert við andvaraleysi sitt síðasta árið. Hann talaði um minni mistök hér og þar og að „hafa lent í þessu ferli“. Það minnir um margt á manninn sem „lenti“ í að brjótast inn. Björgvin ber ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu og hefur þar stjórnarformanninn úr sínum röðum, Jón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóra og ráðherra.

Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið hafi gert alvarlegar athugasemdir við reikningana en stjórnvöld ákveðið að halda fast við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að gera ekki neitt.


mbl.is Fundað með bresku sendinefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Geir að spila póker við þjóðina?

Sjálfstæðisflokkurinn heldur spilunum að sér og þjóðin fær lítið að vita um hvað hún þarf að borga vegna aðgerða sem sérvaldir vinir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gripu til á ábyrgð þjóðarinnar. Ekki fær þjóðin heldur að vita hverjir seldu sig út úr bönkunum rétt áður en þeir voru þjóðnýttir. Það skyldu þó aldrei vera sömu nöfnin og fengu bankana fyrir lítið fyrir fimm, sex árum.

Þá vakti athygli mína í viðtalinu við Geir að hann játaði hvorki né neitaði að íslenska ríkið þyrfti að taka á sig allt að 1.200 milljarða skuld vegna bankaævintýrisins. Segjum að við fengjum lán á góðum kjörum fyrir þessari skuld, lán sem næmi 5% af upphæðinni kallaði á afborganir og vexti upp á 60 milljarða króna árlega til 100 ára. Sú upphæð er 1/6 útflutningstekna íslensku þjóðarinnar.

Ætli það séu ekki álíka mikil verðmæti og alls árlegs þorskafla á Íslandsmiðum?

Nýir tímar á traustum grunni var slagorðið fyrir síðustu kosningar. Því miður á betur við að tímarnir séu á skuldugum grunni.


mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband