Leita í fréttum mbl.is

Eiríkur Guðmundsson formaður Frjálslyndra á Austurlandi

Í dag lagði ég leið mína alla leið á Egilsstaði í skemmtilegum félagsskap Guðjóns Arnars Kristjánssonar en þar fór fram stofnfundur Félags frjálslyndra á Austurlandi. Laganeminn Eiríkur Guðmundsson frá Starmýri í Álftafirði var kjörinn formaður. Sjö manna stjórn var kjörin og er mannval þar mikið og ég held að enginn móðgist þótt ég geti sérstaklega verkalýðshetjunnar Stellu Steinþórsdóttur frá Neskaupstað.

Á fundinum var ýmislegt skrafað og rætt, m.a. bar á góma að ekki væri að sjá að gjaldeyri skorti í landi þar sem ráðamenn stæðu fyrir friðunaraðgerðum á þorski, og stefndi allt í að hann fengi brátt sömu stöðu meðal Íslendinga og beljan á Indlandi.

Fréttir bárust af öðrum fundi í dag, fundi Samfylkingarinnar þar sem lausnin á efnahagsvanda þjóðarinnar fælist ekki í að draga björg í bú, heldur leita ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og reka Davíð Oddsson. Ekki bárust heldur fréttir af því að einhverjum þar dytti í hug að spara gjaldeyrinn, s.s. með því að loka nokkrum sendiráðum eða svo.


Bloggfærslur 20. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband