Leita í fréttum mbl.is

Davíð Oddsson metur Geir Haarde óvinnufæran

Það er ekki hægt að líta öðruvísi á en að með yfirlýsingu sinni um þjóðstjórn sé Davíð Oddsson að lýsa algjöru vantrausti á ríkisstjórnina, þá sérstaklega á leiðtoga hennar, Geir Haarde. Eins og ég hef sagt fyrr á síðunni á ég ekki von á nokkru bitastæðu frá forsætisráðherra í kvöld frekar en fyrri daginn. Davíð Oddsson virðist meta ástandið mjög svipað.

Þjóðin hlýtur að velta fyrir sér möguleikunum í stöðunni vegna þess að núverandi ástand leiðir af sér gjaldþrot. Einn mögulegur leikur er að taka upp símann, slá á þráðinn til Pútíns og slá hann um nokkrar rúblur. Annar leikur er sá að Íslendingar leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að hjól efnahagslífs þjóðarinnar stöðvist ekki algjörlega.

Það má segja að Rússar hafi oft reynst okkur betri en enginn þegar önnur sund hafa virst eða verið lokuð.


mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarpið: glás af bleðlum send úr landi

Það er ekki að sjá að gætt sé sparnaðar í utanríkisráðuneyti Samfylkingarinnar. Það verða áfram hundruða milljóna útgjöld vegna erlends herflugs yfir landinu. Útgjöld vegna sendiráða hækka um 32% á línuna nema bráðnauðsynlega sendiráðið í Pretóríu þar sem gömul Kvennalistakona ræður ríkjum, þar hækka útgjöldin um heil 72%.

Í þróunaraðstoð og alþjóðastofnanir á að splæsa 1,5 milljarði meira - 1.500 milljónum - en í fyrra sem er brjálæðisleg aukning miðað við stöðu efnahagsmála. Eflaust er verið að efna kosningaloforð sem sett voru fram í baráttunni fyrir sæti í öryggisráðinu.

Það er eins gott að Ingibjörg og Geir frétti ekki að vöruskiptin séu komin í jafnvægi, þá verða þau fljót að herða á eyðslunni.


mbl.is Vöruskiptin í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband