Leita í fréttum mbl.is

Aðstoðarmenn höfuðpauranna kryfja málin til mergjar

Ég er að horfa á Markaðinn, nýjan þátt á Stöð 2, þar sem fjallað er m.a. um fjármálalíf. Markmiðið er væntanlega að fjalla með gagnrýnum hætti um íslenskt viðskiptalíf. Eftir að hafa horft á hálfan þátt hafa efnistökin gengið þvílíkt yfir mig að ég á varla orð fyrir hneykslun - eða ég er næstum frekar farinn að flissa.

Þátturinn byrjaði með gagnrýnislausum viðtölum við núverandi og fyrrverandi bankastjóra þar sem fátt nýtt kom fram. Í framhaldinu eru málin krufin til mergjar - og hverjir skyldu þá hafa verið í settinu? Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, sem var í einkavæðingarnefnd sem handvaldi menn til að kaupa bankana, m.a. á forsendum þess að einn kaupandi skyldi vera erlendur kjölfestufjárfestir sem gufaði svo upp á örfáum mánuðum. Svo er Illugi Gunnarsson sem sat og situr í stjórn stjóða Glitnis sem plataði peninga út úr gamla fólkinu sem enduðu sumir hverjir í einkaþotum og lúxussnekkjum og ýmsu öðru bralli. Síðan er Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, sem skrifaði fræga skýrslu fyrir olíufélögin þar sem fullyrt var að samráðssvik þeirra hefðu ekki skaðað neytendur.

Sá sem stjórnaði þessum kór og stjórnar þættinum er enginn annar en Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgeirssonar, sem ráðstafaði bönkunum m.a. til aðila sem voru nátengdir forsætisráðherra. Og ekki er ár liðið síðan Björn Ingi Hrafnsson var miðpunkturinn í REI-hneykslinu þar sem allt gekk út á að ráðstafa til útrásarvíkinganna orkueignum almennings með tilheyrandi kaupréttarsamningum og baktjaldamakki.

Þetta er fjölmiðlun fáránleikans og menn geta séð útdrátt úr honum á Stöð tvö kl. 18 í dag. Ég yrði ekki hissa þótt það yrði þokkalega góð mæting á Austurvelli í dag í mótmælaaðgerðum.


Bloggfærslur 18. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband