Leita í fréttum mbl.is

Byggðastefnan

Núna snýst byggðastefnan ekki um að halda við hinum dreifðu byggðum, heldur í landinu. Ef borið er saman hvernig núverandi stjórnvöld hafa haldið á málum til að leysa úr byggðavandanum og yfirvofandi kreppu fyrr á árinu má því miður sjá ýmis líkindi. Í vor fóru bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra í löng ferðalög til að auglýsa að allt væri traust. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og fylgisveinar, s.s. Hannes Hólmsteinn, hafa farið í ófáar ferðir til að tilkynna heiminum að hér sé besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Ingibjörg Sólrún neitaði um mánaðamótin ágúst-september að opna augun fyrir yfirvofandi vanda og á forsíðu Viðskiptablaðsins mátti lesa að engin kreppa væri á Íslandi rétt eins og haldið er fram að sjávarútvegskerfið sé hagkvæmt þegar það hvetur til sóunar.

Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin boði til alvöruaðgerða í efnahagsmálum og vinni hratt, s.s. við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, í sparnaði í utanríkisráðuneytinu, við lækkun vaxta og að tryggja að hjól atvinnulífsins snúist. Þetta eru byggðamál dagsins. Ef litið er til þess hvernig sama ríkisstjórn hefur brugðist við vanda dreifbýlisins hefur það verið með því að búa til skýrslu með venjulegu kjaftæði um tækifæri og ógnanir sjávarbyggða á borð við Grímsey, haldnar ráðstefnur og hlaupið yfir að ræða vanda atvinnugreinanna í byggðunum. Til þess að þagga niður í einstökum óánægjuröddum er slett byggðakvóta til sérvalinna aðila.

Við skulum þó vona að ríkisstjórnin breyti aðeins um kúrs og skoði alla þætti, þá sérstaklega atvinnugreinina sem gefur okkur mestan gjaldeyri og mest tækifæri til að gera betur, sjávarútveginn.


Bloggfærslur 12. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband