Leita í fréttum mbl.is

Kristinn góður

Kristinn Pétursson frá Bakkafirði er maður að mínu skapi. Ég er mjög oft sammála honum og get tekið undir margt sem hann segir þó að ég sé þeirrar skoðunar að hann eigi það til að kveða of fast að orði. Vel að merkja, mér finnst hann aldrei taka nógu djúpt í árinni þegar hann ræðir sjávarútvegsmál því að kvótakerfið er svo glórulaust að það liggur við að manni verði illt þegar maður hugsar til þess að íslenska þjóðin hafi notast við þetta kerfi alltof lengi.

Á bloggsíðu Kristins er að finna afar fróðlega umfjöllun þar sem hann gerir rækilega grein fyrir því og reiknar út að sjávarútvegurinn er ofveðsettur um 200 milljarða króna, m.ö.o. geta aflaheimildirnar og sjávarútvegsfyrirtækin þar með ekki staðið undir þeim gríðarlegu skuldum sem búið er að hlaða á greinina. Það er bara útilokað.

Það virðist sem tvær grímur séu að renna á framámenn í stórútgerðinni og þá sem starfa í skjóli þeirra, þeir átta sig orðið á að dæmið gengur ekki upp eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi bent á. Eitthvað eru menn samt að berja í brestina, s.s. Elliði Vignisson sem sér sérstaka ástæðu til að taka fram í umfjöllun sinni um sjávarútvegsmál að Eyjamenn séu ekki að gefast upp.

Fregnir úr Vestmannaeyjum herma að blaðamenn þar hafi séð ástæðu til að berja kjark í útvegsmenn í Eyjum og útnefna þá mann ársins 2007. Þar með neyddust þeir til að ganga framhjá fræknustu dóttur Vestmannaeyja, Margréti Láru Viðarsdóttur, íþróttamanni ársins 2007.


Bloggfærslur 9. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband