Leita í fréttum mbl.is

Kristinn góður

Kristinn Pétursson frá Bakkafirði er maður að mínu skapi. Ég er mjög oft sammála honum og get tekið undir margt sem hann segir þó að ég sé þeirrar skoðunar að hann eigi það til að kveða of fast að orði. Vel að merkja, mér finnst hann aldrei taka nógu djúpt í árinni þegar hann ræðir sjávarútvegsmál því að kvótakerfið er svo glórulaust að það liggur við að manni verði illt þegar maður hugsar til þess að íslenska þjóðin hafi notast við þetta kerfi alltof lengi.

Á bloggsíðu Kristins er að finna afar fróðlega umfjöllun þar sem hann gerir rækilega grein fyrir því og reiknar út að sjávarútvegurinn er ofveðsettur um 200 milljarða króna, m.ö.o. geta aflaheimildirnar og sjávarútvegsfyrirtækin þar með ekki staðið undir þeim gríðarlegu skuldum sem búið er að hlaða á greinina. Það er bara útilokað.

Það virðist sem tvær grímur séu að renna á framámenn í stórútgerðinni og þá sem starfa í skjóli þeirra, þeir átta sig orðið á að dæmið gengur ekki upp eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi bent á. Eitthvað eru menn samt að berja í brestina, s.s. Elliði Vignisson sem sér sérstaka ástæðu til að taka fram í umfjöllun sinni um sjávarútvegsmál að Eyjamenn séu ekki að gefast upp.

Fregnir úr Vestmannaeyjum herma að blaðamenn þar hafi séð ástæðu til að berja kjark í útvegsmenn í Eyjum og útnefna þá mann ársins 2007. Þar með neyddust þeir til að ganga framhjá fræknustu dóttur Vestmannaeyja, Margréti Láru Viðarsdóttur, íþróttamanni ársins 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Get tekið heils hugar undir þetta allt.

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Satt er það Kristinn er magnaður og á heiður skilinn fyrir eljusemi sína við að benda á þessa þvælu sem þessi stefna er.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég skil nú ekki hvað þessi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að gapa út í loftið? Hvernig getur vesalings maðurinn talað um að allt sé svo stórkostlega í lagi og lífið án erfiðleika fyrir sjávarbyggðir eins og Vestmannaeyjar eftir áralanga stjórn Sjálfstæðisflokksins (hans flokks), um leið og hann hamrar á því að fólk gefist ekki upp?

Bíddu við, er það ekki til marks um að eitthvað mikið sé að þegar bæjarstjóri þarf sífellt að vera að reyna að telja kjark í sjálfan sig og fólkið sem í kringum hann er? Svo dirfist hann að skammast út í þingmenn Frjálslynda flokksins og saka þá um einhvers konar niðurrifsstarfsemi!

Heyr á endemi.

Ekki er Frjálslyndi flokkurinn ábyrgur fyrir stefnu sem skilið hefur eftir sig sjávarbyggðir sem eru bara skugginn af sjálfum sér allt umhverfis landið.

Ekki hefur Frjálslyndi flokkurinn staðið fyri nýtingarstefnu sem skilar nú veiðum á helstu bolfiskstofnum í sögulegu lágmarki þar sem engin von er um bata í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má tölur Hafró.

Ekki voru það þingmenn Frjálslynda flokksins sem bjuggu til aðstæður sem skuldsettu sjávarútveginn svo svakalega á síðustu fimmtán árum að greinin er nú í raun gjaldþrota með þrefaldar heildarskuldir miðað við tekjur!

Ekki er það Frjálsynda flokknum að kenna að samgöngumál til og frá Vestmannaeyjum hafa verið nánast í algerri kyrrstöðu árum saman.

Ekki er það Frjálslynda flokknum að kenna að fólki fækkar stöðugt í Vestmannaeyjum þar sem meðalaldur íbúa fer hækkandi og barnsfæðingum fækkandi.

Og áfram  mætti telja.

Hvaða flokkur hefur við stjórn nær allan tímann bæði í lands- og bæjarmálum í Eyjum á meðan þessi þróun hefur átt sér stað, og tekið þær ákvarðanir sem hafa haft skelfilegar afleiðingar sem enn eru ekki að fullu komnar fram?

Svar: Sjálfstæðisflokkurinn - flokkur Elliða Vignissonar.

Magnús Þór Hafsteinsson, 10.1.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já rétt segirðu Magnús.

Ég heyrði í nokkrum Eyjamönnum í gær og þeir áttu ekki orð yfir nýjustu sendingu bæjarstjórans í Fréttablaðinu þar sem að hann kennir Frjálslynda flokknum um þrönga stöðu útgerða, þrátt fyrir að útgerðin búi við "besta kerfi í heimi" að eigin sögn. 

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Halla Rut

Kristinn skýrði út fyrir mér á mannamáli hvernig sjáfarútvegsmálunum er háttað hér á landi en þetta er æði flókið fyrir þá er ekki tengjast greininni beint og hafa aldrei nálagt fiski komið nema á þá þegar hann er í matinn eða liggur flatur í borði fisksalans.

Á ofsaræður Kristins ættu allir Íslendingar að hlusta.

Halla Rut , 10.1.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég er mest hissa á því að Kristinn Pétursson skuli ekki vera ríkasti maður íslands, eins og þekking hans á fjármunum er yfirgripsmikil.

Sigurgeir Jónsson, 10.1.2008 kl. 22:48

7 identicon

Heill og sæll, Sigurjón sem aðrir skrifarar !

Sigurgeir ! Þetta er lúalegt högg, neðan beltis staðar. Þú ert; því miður einn þeirra ódrengja hverjir sleikja frjálshyggju ómagana, samhliða því, að sparka í ærlegt fólk, þá þú kemur því við.

Persónulega; þekki ég Kristin Pétursson ekkert, hefi einungis vitnisburð hans fólks, úr móðurætt hans, að hann sé vænn, og hrekklaus maður. Þessar heimildir hefi ég, frá frændgarði konu minnar, þau Kristinn eru systkinabörn.

Gættu að; áður þú leggur til þeirra, hver lakar standa, Sigurgeir !

Þá er mér að mæta, veit hvort eð er, að Sigurjón spjallsíðuhafi skilur gremju mína, að nokkru, hvar ég er einn Kveldúlfs niðja, úr Hrafnistu. 

Með beztu kveðjum, en engum til Sigurgeirs Jónssonar //

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband