Leita í fréttum mbl.is

Löghlýðnir Pólverjar

Hún er forvitnileg, fréttin í Mogganum um löghlýðnu Pólverjana. Þar kemur fram að þeir brjóti lögin síður en aðrir landsmenn ef marka má tölfræðina sem liggur að baki. Ég tel að það geti verið mjög gagnlegt að ræða þessi mál opið og fordómalaust og leyfa hópum að eiga sitt lof og last með réttu. Það var vafasamt sem sjálfskipaðir verðir leyfilegrar umræðu ætluðu sér síðasta sumar og haust, þ.e. að koma í veg fyrir umræðu um öll afbrot í tengslum við innflytjendur.

Það kemur mér ekki á óvart að Pólverjar séu löghlýðnir en það er pottur brotinn í þeim málum sem varða afbrot erlendra ríkisborgara og hvernig tekið er á þeim, s.s. manna sem eru í farbanni eftir að hafa framið alvarlega glæpi. Þeir geta áfram farið út úr landinu eins og ekkert sé. Hið sama má segja um stórhættulegan eiturlyfjasmyglara sem var varla fyrr búið að vísa út úr landinu en var kominn hingað aftur.

Það er virkilega þörf á að taka á alvarlegum afbrotum útlendinga sem bitna á saklausum löndum þeirra.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband