Leita í fréttum mbl.is

Mun Samfylkingin stuðla að áframhaldandi mannréttindabrotum?

Nú hefur það verið staðfest að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að íslenska kvótakerfið brýtur í bága við almennar sanngirnisreglur.

Eðlilegt væri að stjórnvöld í réttarríki brygðust skjótt við þessum úrskurði og breyttu kerfinu í snarhasti í sanngirnis- og jafnræðisátt. 

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hvernig ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks muni bregðast við þessum úrskurði.  Áður en Samfylkingin fór í ríkisstjórn var flokkurinn mjög hávær í mannréttindabaráttu sinni, s.s. harðri kröfu um að hverjum steini yrði velt við í rannsókn á hálfrar aldar hlerunarmáli, á meintum hlerunum sem beindust gegn þingmönnum flokka sem runnu síðan inn í Samfylkinguna. Sömuleiðis héldu þingmenn Samfylkingarinnar innblásnar og funheitar ræður gegn lokun einnar skrifstofu í Reykjavík sem heitir Mannréttindaskrifstofa Íslands.

Nú hefur verið staðfest sem ekki hefði átt að koma á óvart að brotið er gróflega á íslenskum sjómönnum og íbúum sjávarbyggðanna. Það verður fróðlegt að bera saman viðbrögð Samfylkingarinnar annars vegar við brotum gegn íslenskri alþýðu og hins vegar sellufélögum.

Ef Samfylkingin reynir að leiða málið hjá sér segir það okkur það eitt að flokkurinn er endanlega genginn í björg, eins og ræða Ingibjargar á LÍÚ-þinginu 2005 gaf til kynna.


mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband