Leita í fréttum mbl.is

Góð grein hjá Illuga Jökulssyni í Blaðinu

Ég er langt frá því að vera alltaf sammála Illuga Jökulssyni þegar hann hefur frjálsar hendur, enda eru þær honum stundum mislagðar. Hann hefur slegið hrapalleg feilhögg, s.s. þegar hann veittist persónulega að formanni Frjálslynda flokksins í kjölfar þess að Frjálslyndi flokkurinn hóf nauðsynlega umræðu um málefni útlendinga í íslensku samfélagi.

Hins vegar tókst honum vel upp í Blaðinu í gær þar sem hann benti réttilega á að fíkniefnaheimurinn svokallaði er ekki einangraður við smyglara og handrukkara og þá sem eru lengst leiddir, heldur eru það venjulegir Íslendingar í næsta húsi sem eru að fikta við eldinn og neyta ólöglegra efna í einhverjum mæli og telja sig ekki til þessarar nöturlegu birtingarmyndar.

Aðstandendur ógæfumannanna eiga um sárt að binda. Það hlýtur að vera erfitt að horfast í augu við að nákominn ættingi eða vinur hafi leiðst út á þessa óheillabraut. Þá er að vona að mennirnir nýti nú tækifærið til að snúa við blaðinu, líka þeir sem áður hafa komið við sögu lögreglunnar í svipuðum málum.

Í umfjöllun um málið verður að forðast að leggja það upp eins og um sé að ræða mikinn gróðaveg þar sem slíkt gæti orðið hvati fyrir einhverja til að reyna hið sama. Staðreyndin er sú að tengsl við þennan heim fela miklu frekar í sér blankheit og heilsuleysi.

Það er rétt að óska lögreglunni til hamingju með árangurinn.


Bloggfærslur 23. september 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband