Leita í fréttum mbl.is

Nýr formaður Fólkaflokksins

Í vikunni gerðust þau tíðindi í Færeyjum að Fólkaflokkurinn valdi sér nýjan formann en flokkurinn hefur þann háttinn á að þingflokkurinn velur flokksleiðtogann. 

Jørgen Niclasen nýggjur formaður í Fólkaflokkinum

Nýr formaður er Jörgen Niclasen. Hann er 38 ára gamall og hefur setið í einn og hálfan áratug á færeyska Lögþinginu. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra á árunum 1998 til 2003 og ákvað að fá óháða skoðun á tillögur færeysku Fiskirannsóknarstovunnar um niðurskurð á aflaheimildum en fyrri tillögur sama efnis höfðu ekki skilað tilætluðum árangri. Óháða ráðgjöfin gekk þvert á niðurskurðartillögur Fiskirannsóknarstovunnar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. 

Færeysk stjórnvöld ákváðu að fylgja óháðum sérfræðingum og í ljós kom að fiskistofnarnir stækkuðu þrátt fyrir að veitt hefði verið umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem gaf því ótvírætt til kynna að upphaflega ráðgjöfin hefði verið röng.

Jörgen Niclasen er afar snjall og góður fyrirlesari. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum á ráðstefnu um fiskveiðistjórn á Norður-Írlandi og síðar héldum við saman til  Brussel að kynna aðra sýn og aðferðir við að stjórna fiskveiðum en með kvótakerfum sem hvergi hafa gagnast í að byggja upp fiskistofna. Það er fyllsta ástæða til að óska Fólkaflokknum til hamingju með valið.


Bloggfærslur 3. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband