Leita í fréttum mbl.is

Hvað sögðu þingmenn Samfylkingarinnar um hesthús fjármálaráðherra á Alþingi

Samkvæmt 33. grein fjárreiðulaga er einungis heimilt að greiða úr ríkissjóði fé til verkefna sem ekki eru heimuluð í fjárlögum ef ófyrirséð atvik eru þess valdandi og greiðslan þoli enga bið og Árni Mathiesen mat það svo að þessi hesthús væru í algjörum forgangi. 

Þingmaður Samfylkingarinnar  gagnrýndi þetta ráðslag Árna harðlega og hér er hluti af ræðu hans sem ekki er ársgömul. 

"Til að sjá aðeins hvað verið er að gera með fjáraukalögum er oft gaman að velta fyrir sér og skoða tölur sem fram koma í frumvarpinu og þegar ég fletti upp á blaðsíðu 62 til þess að skoða undir utanríkisráðuneytinu hvort verið gæti að þar kæmu einhverjar upphæðir til sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli, sem ég fann náttúrlega ekki því að þær eru ekki þar, þá sá ég á næstu blaðsíðu að þar er liður undir landbúnaðarráðuneyti sem heitir Ýmis verkefni. Þar segir:
"Farið er fram á 330 millj. kr. framlag til að styrkja byggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála sem reistir verða í samvinnu við hestamannafélög innan Landssambands hestamannafélaga og sveitarfélög."
330 millj. kr. til að reisa reiðskemmur. Það getur vel verið að það sé í fínu lagi - bara fínt að byggja yfir íslenska hestinn svo hann þurfi ekki að hrekjast úti þegar verið er að temja hann á vetrum heldur sé hægt að temja hann inni - þegar til eru nógir peningar í ríkiskassanum. Fínt, byggjum bara yfir íslenska hestinn, aumingjann. En hver er forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni? Hvað höfum við heyrt undanfarna daga þegar verið er að kalla eftir örfáum tugum milljóna til þess að sinna verkefnum þar sem manneskjur eiga í hlut en það er ekki hægt? Veltum því fyrir okkur núna í samhengi við það sem við höfum verið að heyra um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera, 330 milljónir til að byggja reiðskemmur. Hvað er verið að gera varðandi BUGL þar sem fárveikum börnum er vísað frá á hverjum einasta degi þegar komið er með þau á sjúkrahús? Hvað er að gerast hjá SÁÁ? Hvað er að gerast á Landspítalanum? Hvað er að gerast á heilbrigðisstofnunum vítt og breitt um landið? 330 millj. kr. framlag mundi duga til þess að hafa 24 tíma opnun á skurðstofu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að gera í átta eða níu ár og þá þyrfti ekki að keyra fárveikt fólk með sjúkrabíl upp á líf og dauða til Reykjavíkur. Hvað er að slíkri ríkisstjórn sem raðar svona, forgangsraðar svona í eins miklu góðæri og við vorum að horfa á hér með 40,4 milljarða í auknar tekjur? 330 milljónir þannig að hægt sé að temja íslenska hestinn innan dyra á sama tíma og það eru upp í fimm aldraðir í sama herbergi á hjúkrunarheimilum landsins. Heyr á endemi. Hvers konar forgangsröðun þetta er hjá ríkisstjórninni? Er ekki kominn tími til að koma þessari ríkisstjórn frá sem leggur svona lagað fyrir okkur? Ég held að allir hljóti að vera sammála um það".

Nú eru breyttir tímar og Samfylkingin orðin að samherja Sjálfstæðisflokksins í blíðu sem stríðu.  Samheldnin  er slík að liðsmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru farnir að draga úr og jafnefl réttlæta gjörðir sem þeir gagnrýndu áður s.s. Grímseyjarferjuhneykslið.


Bloggfærslur 26. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband