Leita í fréttum mbl.is

Var skólabókunum fórnað fyrir hvalveiðibann?

Samfylkingin skreytti sig með ýmsum fjöðrum í kosningabaráttunni sl. vor. 

Ég hef fjallað hér fyrr í sumar um hvernig sr. Karl Matthíasson ofl. plötuðu landsmenn þegar þeir boðuðu breytingar á kvótakerfinu í sjávarúvegi sem skilar æ færri þorskum á land en efndir eða réttara sagt svik Karls og félaga eftir kosningar voru að reyna festa óréttlátt kerfi  frekar í sessi.

Samfylkingin lofaði nemum í framhaldsskólum ókeypis skólabókum sl. vor en samkvæmt nýlegum ummælum sem höfð voru eftir einum þingmanna Samfylkingarinnar náðist það mál ekki í gegn í stjórnarviðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem gerð voru kaup kaups.

Margur hefur verið að velta því fyrir sér hvaða málum Samfylkingin náði yfir höfuð í gegn sáttmálanum.  Það hefur verið á hvers manns vitorði að ráðandi öfl innan Samfylkingarinnar hafa verið mjög á móti hvalveiðum og það mátti sjá í Blaðinu í dag ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að hætta hvalveiðum og er það nær fullvíst að bannið sé tilkomið vegna atbeina Samfylkingarinnar. 

Þeirri spurningu er ósvað hvort að Samfylkingin hafi samið um að falla frá loforði sínu um ókeypis skólabækur og fengið í staðinn bann við hvalveiðum?    

 


Bloggfærslur 25. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband