Leita í fréttum mbl.is

Samherji drap drjúgan hluta af þorskstofni Grænlendinga í einni veiðiferð !

Í nýrri skýrslu Alþjóða hafrannsóknarráðsins er þorskstofninn við Grænland metinn hvorki meira né minna en 16.400 tonn.  Nú ber svo við að togarinn Kiel sem er í eigu þess ágæta fyrirtækis Samherja á Akureyri er nýkominn úr veiðiferð úr Norðurhöfum með 700 tonn af þorskflökum, en ætla má að aflinn hafi því verið um 1.700 tonn upp úr sjó.  Samkvæmt fréttum veiddist drjúgur hluti aflans við Grænland og þar af 700 tonn á einungis 10 dögum.

Þessi veiðiferð ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá sem vilja taka fullt mark á þessum stofnstæðrarmælingum Alþjóða hafrannsóknarráðsins  við Grænland og fara yfir forsendur veiðráðgjafarinnar.  Einnig væri ráð að fara í leiðinni með gagnrýnum hætti yfir stofnmælingu við Ísland þar sem sömu sérfræðingar beita sambærilegum aðferðum við stofnmælingar og veiðiráðgjöf hér og við Grænland.

Ég get ekki tekið nokkuð mark á þessum stofnstærðarmælingum og er mjög undrandi á að nokkur taki mark á þessum mælingum.  Við Grænland er stofnstærð þorsks árið 2006 miklu mun minni en sami stofni mældist ári fyrr.  Það sem upp á vantar á milli ára er mun meira en veitt var úr stofninum og það sem meira er að nýliðun við Grænlænd er sögð vera á uppleið. 

 


Bloggfærslur 22. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband