Leita í fréttum mbl.is

Samherji minn Sturla Böðvarsson forseti er góður drengur

Við Sturla Böðvarsson erum samherjar í andstöðunni við kvótakerfið í sjávarútvegi enda hvetur kvótakerfið til sóunar.

Í flókinni umræðu um ábyrgð og ábyrgðarleysi á gríðarlegum kostnaði við viðgerð á gamalli írskri ferju sem ætlað er að sigla á milli lands og Grímseyjar hefur Sturla Böðvarsson fyrrverandi samgönguráðherra ákveðið að veita eftirmanni sínum fullt svigrúm og tjá sig þar af leiðandi sem allra minnst um málið. Í Morgunblaðinu í dag mátti skilja á forseta Alþingis að hann vildi sem minnst tjá sig vegna einskærrar tillitssemi við Siglfirðinginn Kristján Möller enda er Snæfellingurinn Sturla drengur góður. 

Helst má ráða á nýjum ráðherra samgöngumála að helsti blóraböggull þess að samgönguráðuneytið framkvæmir fyrir mörghundruð milljónir umfram lagaheimildir sé einhver misvitur ráðgjafi úti í bæ!

Heimildir mínar frá Siglufirði herma að Kristján Möller eigi ekki sjö dagana sæla vegna almennrar óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum þar sem Samfylkingin skrifar möglunarlaust undir óbreytt kvótakerfi og gríðarlegan niðurskurð aflaheimilda. Sagan segir að Kristján reyni að lægja þessar óánægjuraddir með því að malbika strax út í gangamunnann Siglufjarðarmegin en göngin á ekki að taka í notkun fyrr en í desember árið 2009.


Sjálfstæðisflokkur og skipasmíðar - dýr kokteill

Það virðist vera regla en ekki undartekning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins klúðri endurbótum á skipakosti þjóðarinnar, s.s. varðskipum og hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Það hefði mátt ætla að stjórnvöld hefðu lært eitthvað af fyrri axarsköftum, s.s. þegar Björn Bjarnason sendi varðskipin til viðgerða til Póllands en þegar búið var að taka saman kostnaðinn við ferðalög og ýmsan aukakostnað reyndist hann hærri en sem nam tilboði frá Slippnum á Akureyri.

Nú er komið á daginn að endurbætur á gamalli ferju verða miklum mun dýrari en að smíða nýja Grímseyjarferju sem hefði verið sniðin að þjónustu við atvinnuveg og íbúa Grímseyjar.

Vestmanneyingum er boðið upp á ófullnægjandi ferju og í stað þess að leysa samgöngumál með markvissum hætti dreifa stjórnvöld umræðunni á dreif með ýmsum vangaveltum, s.s. með gangagerð út í eldstöð og byggingu nýrrar hafnar við Bakkafjöru en reyndir skipstjórar efast mjög um að höfnin muni henta til farþegaflutninga vegna grynninga.

Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að engin meining sé með þessum hugmyndum nema þá helst að slá á frest að framkvæma það sem liggur beinast við, þ.e. að fá nýjan og betri Herjólf og sömuleiðis að lækka gjaldtöku.

Það sem skiptir þó öllu máli fyrir Gríms- og Vestmanneyinga er að það verði veigamiklar breytingar á kvótakerfinu. Það er forsenda þess að byggðirnar fái að blómgast. Það virðist því miður verða einhver bið á að þar verði breyting á þar sem Sjálfstæðisflokkur læjr ekki máls á breytingum þrátt fyrir augljóst skipbrot kvótakerfisins.


Bloggfærslur 16. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband