Leita í fréttum mbl.is

„Óhlutdrægur“ endurskoðandi í fiskveiðiráðgjöf

Ég rakti í færslu nýlega að gríðarlegur niðurskurður Hafró væri einungis fyrsta vers sem yrði örugglega til þess að niðurskurður yrði til langs tíma enn meiri á aflaheimildum. Aflamark næsta árs er 30% þess sem veiddist við Íslandsstrendur áður en „uppbyggingarstarfið“ hófst og þá stýring veiðanna.

Í Norðursjónum (Skotlandi) er „uppbyggingarstarfið“ komið enn lengra á veg og þar er aflinn einungis um tíundi hluti þess sem var áður en meint uppbyggingarstarf í Norðursjónum hófst.

Þá eru allar líkur til að niðurskurðurinn verði enn meiri við Íslandsstrendur á næstu árum ef þessar kenningar - sem hvergi í heiminum hafa skilað árangri - eiga að halda áfram að ráða för.

Í kvöldfréttum RÚV kom fram að Guðrún Marteinsdóttir prófessor, fyrrum starfsmaður Hafró, telur að núverandi samdráttur í aflaheimildum muni halda áfram á næstu árum til þess að tryggja uppbyggingu þorskstofnsins.

Það sem mér þótti nöturlegast við þessa frétt var að umræddur prófessor á að stýra endurskoðun á núverandi stefnu stjórnvalda í fiskveiðiráðgjöf. Og það sem er grátbroslegast við þetta er að niðurskurðurinn byggir á þeirri kenningu að stór hrygningarstofn skili mikilli nýliðun, en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á jákvætt samband þar um. Það virðist miklu frekar neikvætt ef eitthvað er.


Bloggfærslur 8. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband