Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðar pælingar hjá Kristjáni

Mér finnst þetta mjög áhugaverðar pælingar hjá Kristjáni en hann setur stærð og samspil hinna ýmsu dýrastofna í samhengi. 

Ég er sjálfur efins um að loðnuveiðar hafi mikinn afrakstur þorskstofnsins og legg þá til grundvallar það orkuflæði sem annars yrði ef loðnuveiðum yrði hætt.

Í góðri vertíð má búast við að 1 milljón tonna veiðist af loðnu.  Gefum okkur að þessum veiðum verði hætt og helmingur þess fisks sem hætt væri við að veiða lenti uppi í kjaftinum á þorskinum, þ.e. þá um 500 þúsund tonn.

Þumalputtaregla í líffræði segir að 10% æti dýra nýtist til vaxtar, en hin 90% tapast þegar farið er upp þrep í fæðukeðjunni. (Það er ástæðan fyrir því að rándýr eru margfalt færri en bráð). 

Af þessu leiðir að ef öll þessi loðna lenti í kjafti þorskins yrði þyngdaraukning þorskstofnsins um 50 þúsund tonn en aflareglan alræmda segir að það eigi að veiða 25% eða 20% af þyngdaraukningunni.  Valið út frá þessum forsendum er þannig 10 þúsund tonn af þorski á móti 1 milljón tonna af loðnu.

Ég vil að lokum minna á þær 50 þúsund hrefnur sem svamla megnið af árinu í kringum landið éta hér við land mun meira af fiski en íslenskir sjómenn veiða. Útreikningar Hafró gefa til kynna að hrefnan éti 2-3 milljónir tonna af fiski en íslenskir sjómenn hafa á undanförnum árum veitt með allt og öllu í kringum 1,5 milljón tonna.


mbl.is "Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband