Leita í fréttum mbl.is

Líklegast ungviði þegar nýliðun hefur brugðist frá árinu 2001!

Það virðist fátt sem ekkert breyta heildarmyndinni hjá stjórnendum Hafró en hún virðist vera óbreytanleg. 

Það er samt sem áður rétt að íhuga hvort að það sé einhver samfella í röksemdafærslunni.  Skilaðboðin síðustu vikur frá forstjóra og forstöðumanni veiðistjórnunarsviðs Hafró hafa verið á þá leið að það megi skilja góð aflabrögð nú í vor og í vetur að þau séu vegna þess að nú séu sterkir árgangar að veiðst upp en þeir ágangar sem eru að koma inn í veiðina séu aftur á móti mjög veikir og eru allir frá árinu 2001 undir langtímameðaltali 170 milljónir nýliða.

Þessar fullyrðingar stangast algerlega á við að það hafa líklegast aldrei áður verið jafn oft beitt umdeildum skyndilokunum vegna smáfisks á veiðislóð.  Það er líka sékennilegt að það fyrsta sem forráðamönnum Hafró dettur í hug þegar það fréttist af mikilli þorskgegnd að þá sé um ungviði að ræða þegar það má það á bls. 22 í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, að nýliðun hafi brugðist allt frá aldamótum.

Þetta gengur ekki upp.


mbl.is Þorskur á Hampiðjutorgi breytir ekki heildarmyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband