Leita í fréttum mbl.is

VG styður öfgafullan áætlanabúskap

Ég hélt sannast sagna að það væri eitthvað að rofa til hjá VG og þar væru komnar fram heilbrigðar efasemdir um kvótakerfið en þá samþykkir þingflokkurinn ályktun um að það eigi að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum Hafró. Þingmenn eru nýkomnir úr ferð til Flateyrar og Bolungarvíkur þar sem þeir höfðu uppi stór orð um stefnu stjórnvalda gegn sjávarbyggðunum.

Kvótakerfið sem lengst af hefur verið stýrt af Sjálfstæðisflokknum grundvallast á áætlanabúskap í hafdjúpunum þar sem fræðin ganga út á að byggja upp þorskstofninn og er horft áratugi fram í tímann í þessu bulli. Ég tek undir með Kristni Péturssyni að ég efast um leiðtoga kommúnista um áratuga skeið hefði dottið í hug að framkvæma þvílíka vitleysu.

Það er ekkert annað en bull að ætla að stækka stofn sem augljóslega glímir við fæðuskort. 

Það sem er að þvælast fyrir VG er gömul arfleifð en þó ekki arfleifð Jósefs Stalíns í þessu máli heldur Steingríms J. Sigfússonar.

Foringi VG hefur lengi verið hrifinn af kvótakerfum og kemur það fram í bók Steingríms, Róið á ný mið, sem hann skrifaði fyrir um áratug.


Bloggfærslur 12. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband