Leita í fréttum mbl.is

Voru geitungarnir ofveiddir?

Í fréttum hefur komið fram að það er umtalsvert minna af geitungum en í fyrra. Hvað veldur?

Ég er nokkuð viss um að forstjóri Hafró telur að um ofveiði á geitungum hafi verið að ræða, jafnvel mörg ár aftur í tímann, allt að áratug, ef marka má skýringar hans á sveiflum dýrastofna sem honum er greitt fyrir að hafa auga með, svo sem þorskinum.

Ég er þeim sjónarmiðum ekki sammála þar sem afrakstur eða framleiðsla dýrastofna hlýtur að markast af því hvernig stofninn er hverju sinni. Eins og ég hef áður bent á hér eru vafasöm líffræðileg rök fyrir bóndann að útskýra lélegar heimtur af fjalli með því að lítið hafi verið í fjárhúsunum fyrir 25 árum.

Í hádegisviðtali á Stöð tvö í dag var margt í máli forstjórans sem stangast á við viðtekna líffræði, svo sem að dýrastofn sé ofveiddur þegar einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki. Þetta stenst ekki.

Fleira afar sérkennilegt kom fram í viðtalinu, svo sem að brottkast skipti ekki neinu máli við mat á stærð og samsetningu fiskistofna. Aldursaflaaðferð er því marki brennd að sá fiskur sem ekki er talinn fram telst ekki vera til, þ.e. fiskur sem er hent (brottkast) telst ekki með afla sem veldur því að hann kemur ekki fram í bókum Hafró, og ef minni fiski er að jafnaði hent mælist lítil nýliðun. Inni í kvótakerfi er hvati til þess að henda litlum fiski og þess vegna hvati til þess að vanmeta nýliðun.

Nú er spurning hvort Íslendingar hafi vanmetið áhrif bjórdósa á víðavangi á tímgunarstofn geitunga. Líka er spurning hvort stóru geitungarnir hafi orðið harðar úti vegna þessa því að eins og allir vita eignast þeir lífvænlegri afkvæmi.


Bloggfærslur 10. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband