Leita í fréttum mbl.is

Ríkisborgararéttur með hraði - skoðun staðfestir fyrri fullyrðingar

Eftir að hafa gert mér ferð suður til Reykjavíkur til að skoða gögn sem varða veitingu ríkisborgararéttinda til tilvonandi tengdadóttur umhverfisráðherra setur að mér ónot.  Ég á þá alls ekki við sjálfa málavexti og þann afbrigðilega leifturhraða sem málið fór á í gegnum stjórnkerfið heldur ósvífna nauðvörn stjórnmálamannanna sem vilja ekki gangast við því sem allur almenningur sér, nefnilega að um pólitíska fyrirgreiðslu hafi verið að ræða.

Ég er bundinn trúnaði hvað varðar persónulega þætti málsins en málsmeðferð stjórnsýslunnar er harla óvenjuleg. Einum sólarhring eftir að dómsmálaráðuneytinu barst umrædd umsókn var hún send út þaðan til nokkurra opinberra stofnana sem bar að fjalla um hana með málefnalegum hætti. Umsagnirnar voru síðan yfirfarnar í dómsmálaráðuneytinu og sendar Alþingi. Þetta ferli var allt á leifturhraða og mjög ólíkt því sem ég hef kynnst hingað til enda fór allt þetta ferli fram á einum sólarhring - og eitt er víst að ekki var notuð venjuleg póstþjónusta heldur hafa bréfin verið boðsend á milli ráðuneytis, stofnana og Alþingis.

Dómsmálaráðuneytið gaf út sérkennilega yfirlýsingu um málið og tel ég best að lesendur heimasíðunnar kynni sér hana sjálfir en þar vísar Björn Bjarnason til þess að um hefðbundnar starfsvenjur sé að ræða.

Í kvöld birtist svo enn einn þáttur þessa máls þegar fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra Steingrímur Ólafsson - en það er ekki ár síðan hann lét af starfi aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar - tók viðtal til þess að rétta hlut flokkssystur sinnar Jónínu Bjartmarz.


Bloggfærslur 3. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband