Leita í fréttum mbl.is

Ekki ríkisstjórn almannahagsmuna - sr. Kalli Matt plataði kjósendur í Norðvesturkjördæmi

Hin nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokksins byrjar ekki gæfulega þar sem Samfylkingin virðist ætla að skrifa upp á óbreytta fiskveiðistefnu sem stríðir gegn almannahagsmunum en þjónar ríkulega mjög þröngum sérhagsmunum. 

Það er ljót staða hjá nýjum þingmanni, s.s. sr. Karli V. Matthíassyni sem hefur farið um Norðvesturkjördæmið og platað fólk til fylgis við Samfylkinguna og gefið í skyn að hún muni stuðla að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist ætla að drepa málum á dreif með einhverju tali um úttekt á aflamarkskerfinu. Nokkrar úttektir hafa farið fram á þessu kerfi, s.s. úttekt Andrew Rosenberg frá árinu 2002 í kjölfar þess að uppbygging þorskstofnsins á 10. áratugnum hafði algerlega brugðist og mörg hundruð þúsund tonn tapast út úr fiskabókhaldi Hafró. Rosenberg þessi kemur úr sama skóla og sérfræðingar Hafró sem geta reiknað stærðir fiskistofna áratugi fram í tímann og síðan eru nýleg dæmi um reikninga fiskistofna allt aftur á þjóðveldisöld. 

Rosenberg gerðist sjálfur svo djarfur að reikna út stærð fiskistofna við strendur Ameríku á 19. öld og komst auðvitað að því að þeir voru ofveiddir þá.

Fleira sem stríðir gegn almannahagsmunum virðist vera í pípunum, s.s. að flytja allt matvælaeftirlit undir sameinuð atvinnumálaráðuneytin, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Það er stórfurðuleg ráðstöfun að setja neytendavernd inn í atvinnumálaráðuneyti þar sem hagsmunir geta og munu skarast. Það eru allar líkur á því að við þá ráðstöfun muni hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir.

Það væri miklu nær að sameina matvælaeftirlitið og sömuleiðis vinnueftirlitið inn í stofnun sem heyrði undir umhverfis- eða félagsmálaráðuneytið. 

Þessar tillögur sýna svo að ekki verður um villst að ríkisstjórnin stefnir í að verða ríkisstjórn stórra hagsmunasamtaka en alls ekki neytenda og almennings.


Bloggfærslur 28. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband