Leita í fréttum mbl.is

Menn eru með óráði

Maður veltir enn fyrir sér gagnrýnisleysinu gagnvart íslenska kvótakerfinu, hvað menn fá að vaða uppi með miklar vitleysur, eins og Þorsteinn Pálsson í leiðara sínum þar sem hann talar um að kvótakerfið hafi hagrætt og leyst úr læðingi kraft fyrir íslenskt atvinnulíf.

Nýleg skýrsla Hagstofunnar sýnir að þjóðfélagið fær tugmilljörðum króna minna út úr greininni árlega þrátt fyrir meintan hagnað greinarinnar á ári og þorskafli er núna helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins.

Hver er stöðugleikinn? Hvar er stöðugleikinn?

Eini krafturinn sem hefur verið leystur í greininni er að hún hefur verið skuldsett fyrir nokkur hundruð milljarða króna á síðasta áratug. Það er eflaust sá kraftur sem Þorsteinn Pálsson vísar til í leiðara sínum en eftir stendur atvinnugrein sem er skuldugri og laðar alltaf minna og minna til sín ungt fólk eins og aðsókn að Fjöltækniskólanum ber með sér á umliðnum árum.

Maður furðar sig á því að bæði stjórnvöld og aðrir fjölmiðlar en Stöð tvö hafa lítið fylgt eftir svindlinu í sjávarútvegi sem að mati fiskistofustjóra eru margir milljarðar árlega.

Núna er ég staddur í Skotlandi á Fishing 2007 þar sem ég hitti marga forsvarsmenn í breskum og írskum sjávarútvegi. Jafnframt á ég von á að hitta nokkra blaðamenn í greininni og verður gott að fá tækifæri til að ræða ýmis mál, eins og t.d. ástandið á Íslandi. Það verður fróðlegt að hlera hljóðið í þeim og heyra hvað héðan er að frétta.


Bloggfærslur 25. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband